Leiðbeiningar við byggingarreglugerð

Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) hefur gert leiðbeiningu nr. 3.7.3 við byggingarreglugerð. Stöðuskoðun leyfisveitanda útg. 1.3 , í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök iðnaðarins og Félag Byggingarfulltrúa.

Með leiðbeiningunni er leitast við að tryggja betur samræmingu á byggingareftirliti um land allt.

Í leiðbeiningunni er lögð áhersla á að skoða verkþætti þar sem áhætta er mikil og afdrifarík í þeim tilgangi að gera eftirlit skilvirkara og markvissara. Sambandið tekur undir með HMS og vonast til þess að aukin framkvæmd stöðuskoðana muni stuðla að meiri gæðum, öryggi og heilnæmi mannvirkja.