Íslensk málnefnd hefur tekið saman leiðbeiningar um mótun málstefnu fyrir sveitarfélög, skóla og stofnanir.
Í 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 38/2011 er tekið fram að sveitarstjórn skuli móta sveitarfélaginu málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd. Nú hefur Íslensk málnefnd tekið saman leiðbeiningar um mótun málstefnu fyrir sveitarfélög, skóla og stofnanir.
Leiðbeiningarnar má finna á vefsíðu Íslenskrar málnefndar: www.islenskan.is/leidbeiningar-um-motun-malstefnu/.