Skráning er hafin á landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga sem fer fram í Hofi á Akureyri 15. september nk.
Sveitarfélög hafa margvíslegar skyldur gagnvart íbúum sínum þegar kemur að jafnréttismálum. Vegna nálægðar við íbúana og þess þríþætta hlutverks sem þau hafa sem stjórnvald, vinnuveitandi og þjónustuveitandi eru þau í afar góðri stöðu til þess að uppfylla skyldur sínar.
Sveitarstjórnir skulu eigi síðar en ári eftir sveitastjórnarkosningar leggja fram til samþykktar áætlun um jafnréttismál til næstu fjögurra ára.
Í jafnréttisáætluninni skulu sveitarfélög setja sér markmið og tilgreina aðgerðir til að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli eftirfarandi laga:
- Lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
- Lög nr. 85/2018 um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar.
- Lög nr. 86/2018 um jafna meðferð einstaklinga á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.
Dagskrá verður birt fljótlega á vef Jafnréttisstofu.