Kosningaþátttaka í formannskjöri sem nú stendur yfir er rúmlega 88%. Kosningu lýkur kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 29. ágúst.
Allir landsþingsfulltrúar munu fá sendan ítrekunarpóst í dag þar sem þeir eru hvattir til að nota atkvæðisrétt sinn.
Kosningu lýkur sem fyrr segir á hádegi mánudaginn 29. ágúst. Sigurvegari formannskjörsins tekur við embætti á landsþingi sambandsins sem haldið er á Akureyri 28.-30. september.
Úrslit formannskjörsins verða kynnt hér á vef sambandsins um leið og þau liggja fyrir.