Könnun meðal aðila sem meðhöndla úrgang

Sambandið vekur athygli sveitarstjórnarfólks á könnun sem Umhverfisstofnun stendur fyrir meðal þeirra sem koma að meðhöndlun úrgangs á Íslandi.

Með meðhöndlun úrgangs er átt við söfnun, geymslu, böggun, flokkun, flutning, endurnotkun, endurnýtingu, pökkun og förgun úrgangs, þ.m.t. eftirlit með slíkri starfsemi og umsjón með förgunarstöðum eftir að þeim hefur verið lokað.  

Könnuninni er m.a. beint að aðilum með starfsleyfi fyrir flutning og/eða meðhöndlun úrgangs, úrvinnsluaðilum gagna, byggðasamlögum, sveitarfélögum og fleirum.  

Frestur til að svara könnunni er 5. nóvember 2021.  

Svara könnun 

Kynningarfundur 

Þann 2. nóvember frá 12:30-13:00 fer fram stafrænn kynningarfundur um spurningarkönnunina.  

Allir sem hafa spurningar um efni könnunarinnar eru velkomnir á fundinn þar sem starfsmenn Umhverfisstofnunar og KPMG (ráðgjafar verkefnisins) munu svara spurningum og aðstoða rekstraraðila við að veita sem nákvæmastar upplýsingar í könnuninni. 

Umhverfisstofnun vonast til þess að sjá sem flesta á kynningarfundinum

Þátttaka mikilvæg 

Það er mikilvægt að allir sem meðhöndla úrgang á Íslandi taki þátt í könnunni og komi sínum sjónarmiðum á framfæri. Þannig verður hægt aðlaga kerfi um úrgangstölfræði á Íslandi að þörfum ólíkra aðila.  

Stefna í úrgangsmálum

Könnunin er liður í því að bæta úrgangstölfræði á Íslandi skv. aðgerð 21 í stefnu Umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum (bls 103). 

Markmið aðgerðararinnar er að auka áreiðanleika upplýsinga um uppruna úrgangs sem fellur til á Íslandi, bæta yfirsýn yfir flæði úrgangsstrauma og auka miðlun upplýsinga um úrgang.  

Umhverfisstofnun er ábyrgðaraðili þessarar aðgerðar og hefur unnið að framkvæmd hennar á síðustu mánuðum.  

Fyrsti liður verkefnisins er að kortleggja flæði úrgangsstrauma á Íslandi í dag. Umhverfisstofnun hefur gert samning við KPMG á Íslandi um gerð þessarar kortlagningar. Í því felst að kanna hvaða kerfi er notað við skráningu úrgangsgagna, skoða hvernig gagnasöfnun um úrgang er háttað í nágrannalöndunum og skoða hvaða kerfi myndi henta til þess að halda utan um upplýsingar um úrgang í allri virðiskeðju úrgangs.

Virðiskeðja úrgangs: 

Úrgangsframleiðandi >>  Fyrsti móttökuaðili (sorphirðuaðili) >> Annar móttökuaðili >> Aðrir meðhöndlunaraðilar >> Lokameðhöndlunaraðili