Kjarasamningur undirritaður við Eflingu

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eflingar undirrituðu undir miðnætti í gær nýjan kjarasamning. Jafnframt var verkföllum félagsins gagnvart Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi aflýst.

 

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eflingar undirrituðu undir miðnætti í gær nýjan kjarasamning.

Jafnframt var verkföllum félagsins gagnvart Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi aflýst.

Kjarasamningurinn er í samræmi við aðra samninga sem samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gert við 35 önnur stéttarfélög innan ASÍ og BSRB sem semja um laun fyrir sömu og/eða sambærileg störf. Verði samningurinn samþykktur mun hann gilda frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023.

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur nú alls lokið gerð kjarasamninga við 47 stéttarfélög innan ASÍ, BSRB og BHM. Samningarnir eru allir gerðir í anda lífskjarasamnings á almennum vinnumarkaði.

Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn meðal félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar mun liggja fyrir þann 23. maí næstkomandi.