Kennarar samþykkja kjarasamninga

Félagsfólk í Félagi grunnskólakennara og Félagi leikskólakennara hafa samþykkt nýja kjarasamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara hafa nú samþykkt nýjan kjarasamning sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Félagsmenn í Félagi leikskólakennara hafa nú samþykkt nýjan kjarasamning sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Félag gunnskólakennara:

Niðurstaða rafrænnar atkvæðagreiðslu er þessi:

Á kjörskrá voru 5.220

Atkvæði greiddu 2.996 eða 57.39 %

Já sögðu 2.180 eða 72,76 %

Nei sögðu 771 eða 25,74 %

Auðir 45 eða 1,50 %

Félag leikskólakennara:

Niðurstaða rafrænnar atkvæðagreiðslu er þessi:

Á kjörskrá voru 2094

Atkvæði greiddu 1410 eða 67,34%

Já sögðu 1164 eða 82,61%

Nei sögðu 222 eða 15,76%

Auðir 23 eða 1,63%