Hringrás í byggingariðnaði: erum við tilbúin í stökkið?

Sambandið vill vekja athygli á ráðstefnunni ,,Hringrás í byggingariðnaði – erum við tilbúin í stökkið?“ sem Grænni byggð stendur fyrir í Laugardalshöll þann 1. september frá 09:30 – 16:00 (streymi frá 10:00 – 15:10).

Ráðstefnan er hluti af Iðnaðarsýningunni og haldin í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Styrkþegar úr Aski - mannvirkjarannsóknarsjóði verða í forgunni.

Á ráðstefnunni verður hagnýtri reynslu miðlað um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði og helstu hindranir ræddar.

Nánari upplýsingar á Facebook síðu ráðstefnunnar.