Félagar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa samþykkt kjarsamning við Samband íslenskra sveitarfélaga sem skrifað var undir 17. maí sl.
Alls samþykktu 77,27% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni samninginn en 22,73% hafnaði samningnum.
Tæplega 54% atkvæðabærra tóku þátt í kosningunni sem lauk á hádegi í dag, 24. maí.
Kjarasamningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.