Heiða Björg ræddi mikilvægi grænna umbreytinga fyrir sveitarfélögin á norrænni ráðstefnu í Hörpu

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, tók þátt í ráðstefnunni Green Transition on the Nordic Labor Market: A Tripartite Dialogue sem félags- og vinnumarkaðsráðherra bauð til í Hörpu þann 1. desember.

Á ráðstefnunni fór fram þríhliða samtal norrænna launþega, atvinnurekenda og stjórnvalda um græn umskipti á vinnumarkaði.

Heiða Björg var þátttakandi í panel undir yfirskriftinni Democratizing Structural Change og fjallaði hún um hvernig sveitarfélög sem vinnuveitendur eru að nota lýðræðislegar leiðir til  umbreytinga,  áhrif grænna lausna á sveitarfélögin og mikilvægi grænna umbreytinga fyrir þau. Þá lagði Heiða Björg jafnframt áherslu á mikilvægi sveitarfélaga þegar kemur að uppbyggingu samfélagaog hvatti  alla til að huga sérstaklega að því þegar horft er á græna umbreytingu. 

Á vefsíðu ráðstefnunnar má finna frekari upplýsingar um dagskrá og erindi.