Fyrirspurnir hafa borist til sambandsins varðandi tímasetningu fyrsta fundar nýrrar sveitarstjórnar eftir kosningar.
Ný sveitarstjórn skal ekki funda fyrr en að 15 dagar eru liðnir frá kjördegi og hún skal funda eigi síðar en 15 dögum frá því tímamarki (þ.e. 15+15 dagar).
Sjá hér 12. gr. sveitarstjórnarlaga:
- Áður en nýkjörin sveitarstjórn tekur við störfum hefur hún ekki umboð til töku ákvarðana um málefni sveitarstjórnarinnar eða sveitarfélagsins.
Sveitarstjórnarfundur nýkjörinnar sveitarstjórnar sem haldinn væri fyrir þennan tíma, t.d. 10 dögum eftir kjördag, væri því marklaus enda hefur sveitarstjórn ekki tekið til starfa.
En fundarboð gæti þó farið út áður en þessi frestur er liðinn, þannig að fundur verði um leið og umboð fráfarandi sveitarstjórnar rennur út. Fresturinn til að halda fyrsta fund er skv. 2. mgr. 12. gr. 15+15 dagar, þ.e. ekki fyrr en á 15. degi frá kjördegi og innan 15 daga frá því sveitarstjórn „tekur við störfum“.