Foreldraverðlaun Heimilis og skóla afhent

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 28. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu, í dag, fimmtudaginn 30. maí 2023.

Frá afhendingu foreldraverðlauna Heimilis og skóla. Mynd af FB síðu samtakanna. Mynd: MOTIV.

Leikskólinn Tjarnarsel í Reykjanesbæ hlaut Foreldraverðlaunin að þessu sinni fyrir verkefnið „Áskorun og ævintýri – sjálfboðastarf í grænum skóla“. Einnig voru veitt hvatningarverðlaun til fjölskyldna og annarra í skólasamfélagi Laugarnesskóla fyrir verkefnið „Upprætum ofbeldi og fordóma“. Stefán Már Gunnlaugsson, formaður foreldrafélags Hraunvallaskóla í Hafnarfirði var valinn Dugnaðarforkur Heimilis og skóla 2023, en þau verðlaun hlýtur einstaklingur sem hefur lagt sérlega mikið af mörkum í þágu nemenda og foreldra.

Tekið var við tilnefningum frá almenningi en sérstök dómnefnd fór yfir allar tilnefningar líkt og vant er og valdi verðlaunahafa. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar ávarpaði samkomuna og afhenti verðlaunin að þessu sinni.