Finnar í heimsókn

Fimmtudaginn 29. ágúst sl. kom hópur finnskra sveitarstjórnarmanna í heimsókn til sambandsins. Í Finnlandi eru starfandi 18 svæðaráð sem hafa líka stöðu og landshlutasamtök sveitarfélaga hér á landi.

Fimmtudaginn 29. ágúst sl. kom hópur finnskra sveitarstjórnarmanna í heimsókn til sambandsins. Í Finnlandi eru starfandi 18 svæðaráð sem hafa líka stöðu og landshlutasamtök sveitarfélaga hér á landi. Undanfarið hefur reyndar verið til skoðunar í Finnlandi að breyta svæðaráðunum í millistjórnsýslustig sem kosið yrði til með beinum kosningum en samkvæmt núverandi skipað tilnefna sveitarfélög á hverju svæði í ráðin.

Allt svæðaráð Suður-Austurbotni, ásamt framkvæmdastjóra, hefur verið í námsferð hér á Íslandi undanfarna daga. Þau heimsóttu sambandið á fimmtudaginn og munu heimsækja systursamtök sín á Suðurlandi í dag, föstudag.