Evrópumál og sveitarfélögin

Upplýsingarit Sambands íslenskra sveitarfélaga um Evrópumál er komið út. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur margs konar áhrif á starfsemi sveitarfélaga og fjallar ritið á aðgengilegan hátt um það helsta sem sveitarfélög þurfa að vera upplýst um í Evrópumálum.

Upplýsingarit Sambands íslenskra sveitarfélaga um Evrópumál er komið út. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur margs konar áhrif á starfsemi sveitarfélaga og fjallar ritið á aðgengilegan hátt um það helsta sem sveitarfélög þurfa að vera upplýst um í Evrópumálum.

Í ljósi þeirra áhrifa sem þróun mála innan ESB á íslensk sveitarfélög, er mikilvægt að gæta að helstu hagsmunamálum þeirra á hverjum tíma. Fylgjast þarf náið með undirbúningi stefnumótunar, löggjafar og annarra ákvarðana ESB sem geta haft áhrif hér á landi og halda sjónarmiðum sveitarfélaga eins vel á lofti og kostur er.

Þá er ekki síður mikilvægt að miðla hagnýtum upplýsingum til sveitarstjórnarmanna og starfsmanna sveitarfélaga um Evrópumálin og er upplýsingaritinu einmitt ætlað það hlutverk.

Auk almennrar umfjöllunar um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og helstu hagsmunamál sveitarfélaga, fjallar upplýsingaritið um hagsmunagæslu í EES-samstarfinu, helstu Evrópureglur sem áhrif hafa á sveitafélögin og aðgang sveitarfélaga að samstarfsáætlunum ESB.

Brussel-skrifstofa sambandsins er útvörður íslenskra sveitarfélaga í Evrópumálum og veitir þeim jafnframt aðstoð í tengslum við evrópsku samstarfsáætlanirnar. Skrifstofan starfar náið með fastanefnd Íslands og EFTA-skrifstofunni, norrænum og evrópskum systurskrifstofum og ýmsum tengdum hagsmunasamtökum s.s. Municipal Waste Europe, en þar á sambandið enn fremur fulltrúa í stjórn.