Fréttabréfinu er ætlað að halda evrópskum sveitarfélögum upplýstum um ástand mála í Úkraínu auk þess að fjalla um það sem evrópsk sveitarfélög geta gert til að aðstoða sveitarfélög í Úkraínu.
Evrópsk hagsmunasamtök sveitarfélaga (CEMR) kynntu á dögunum nýtt fréttabréf sem er sérstaklega tileinkað Úkraínu. Meðal þess sem fjallað er um í fyrsta fréttabréfinu er tillaga framkvæmdastjórnar ESB að nýjum sjóði sem ætlað er að fjármagna aðgerðir ríkja ESB í tengslum við þann gríðarlega fjölda flóttamanna sem nú streyma yfir landamæri Úkraínu. Sjóðurinn gengur undir nafninu CARE – Cohesion's Action for Refugees in Europe. Þá er einnig að finna upplýsingar varðandi það sem evrópsk sveitarfélög eru að gera og geta gert til að aðstoða sveitarfélög í Úkraínu.