Drög að landsáætlun í skógrækt og að lýsingu landgræðsluáætlunar í umsagnaferli

Samband íslenskra sveitarfélaga bendir sveitarfélögum á að í Samráðsgátt er nú að finna tvö mál sem varða drög að landgræðsluáætlun, mál 12/2020 annars vegar og drög að landsáætlun í skógrækt, mál 310/2019, hins vegar.

Samband íslenskra sveitarfélaga bendir sveitarfélögum á að í Samráðsgátt er nú að finna tvö mál sem varða drög að landgræðsluáætlun, mál 12/2020 annars vegar og drög að landsáætlun í skógrækt, mál 310/2019, hins vegar.

Drög að gerð landsáætlunar í skógrækt

Í umsögn sambandsins um lýsingu fyrir gerð landsáætlunar í skógrækt segir m.a. að þó lýsingin sé vel unnin og skýr varðandi inntak verkefnisins þá er ástæða til að benda á örfá atriði sem betur mætti fara. Í umsögninni er bent á að mikill ávinningur sé af því að huga vel að samlegð lýsingarinnar við vinnu við landskipulagsstefnu. Þá beinir sambandið því til verkefnisstjórnar um gerð landsáætlunar í skógrækt að auka vægi eldvarna og öryggismála í skógrækt á Íslandi en þau mál hafa verið töluvert í umræðunni undanfarið.

Fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í verkefnisstjórn um landsáætlun um skógrækt er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar og stjórnarmaður í sambandinu.

Drög að lýsingu landgræðsluáætlunar

Verkefnisstjórn um gerð landgræðsluáætlunar hefur tekið saman drög að lýsingu þar sem gerð er grein fyrir þeim áherslum sem fyrirhugað er að hafa við gerð áætlunarinnar, svo sem um forsendur, viðfangsefni og fyrirhugaða kynningu og samráð við mótun áætlunarinnar.

Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur nú að gerð umsagnar um það mál en fulltrúi sambandsins í verkefnisstjórninni er Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi ytra.