Brothættar byggðir – málþing á Raufarhöfn

Málþing um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir verður haldið á Raufarhöfn fimmtudaginn 5. október nk. í félagsheimilinu Hnitbjörgum frá kl. 10:30-16:20.

Rúmur áratugur er liðinn frá því að verkefnið hóf göngu sína og tilefni til að líta yfir farinn veg og skoða hvaða árangur hefur náðst. Verkefnið hófst á Raufarhöfn og því er ánægjulegt að halda málþingið þar. Samtals hafa nú fjórtán byggðarlög tekið þátt í verkefninu Brothættar byggðir frá upphafi. Nú er unnið að áhrifamati á verkefninu og niðurstöður matsins verða kynntar á málþinginu. Framkvæmdaraðili er KPMG.

Kynningarbæklingur um afmælismálþingið, auk dagskrár þess, eru hér að neðan.

Við hvetjum sem flesta til þátttöku, ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér. Tekið er á móti skráningum til og með mánudeginum 2. október nk.

Ráðgert er að viðburðurinn verði einnig sendur út í streymi, hlekkur verður sendur út og birtur á vef Byggðastofnunar 5. október.