Breytingar á húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lánasjóðsins

Samband íslenskra sveitarfélaga og Lánasjóður sveitarfélaga fóru í umfangsmiklar breytinginar á húsnæði sínu í Borgartúni 30 fyrir kosningar sl. vor. Farið var í verkefnamiðað vinnurými þar sem enginn á fast sæti.

Samband íslenskra sveitarfélaga og Lánasjóður sveitarfélaga fóru í umfangsmiklar breytinginar á húsnæði sínu í Borgartúni 30 fyrir kosningar sl. vor. Farið var í verkefnamiðað vinnurými þar sem enginn á fast sæti. Breytingarnar heppnuðust virkilega vel og er mikil ánægja meðal starfsfólks með þetta endurbætta vinnurými.

Í hönnunarferlinu var horft til þess að gera rýmið nútímalegra og jafnframt að gera það aðgengilegra fyrir eigendur þess, sem eru að sjálfsögðu sveitarfélög landsins. Þannig að ef kjörnir fulltrúar eða starfsfólk sveitarfélaga á leið í höfuðborgina þá eru allir velkomnir í Borgartún 30. Tilvalið að nýta sér vinnuaðstöðu t.d. á milli funda og nóg er af sætum. Einnig stendur sveitarfélögum og landshlutasamtökum til boða að nýta fundaraðstöðu hjá okkur ef salir eru lausir.

Valur Rafn Halldórsson, sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs sambandsins,

Ef þið viljið nýta ykkur aðstöðu hjá okkur þá er best að senda tölvupóst á valur@samband.is eða samband@samband.is

Stofan er staðsett sunnanmegin í húsinu, við hlið móttökunnar.
Starfsstöðvar eru valfrjálsar á hverjum degi og unnið í verkefnamiðuðu vinnurými. Allmörg næðisrými eru í húsnæðinu þar sem starfsfólk getur skotið sér inn til að taka símtöl eða stutta Teams fundi.
Kaffi- og fundaraðstaða starfsfólks stórbatnaði við breytingarnar. Nú rúmast allt starfsfólk fyrir í einu á svæði sem nefnt hefur verið Þingvellir. Þar er einnig tilvalið að setjast niður með kaffibolla beri gesti að garði.