Aukið vægi útstrikana og breytinga á röð frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningum

Tilefni þykir til að vekja athygli sveitarstjórnamanna og kjörstjórna á grein í Kjarnanum eftir Þorkel Helgason þar sem fjallað er um áhrif nýrra kosningalaga á talningu í sveitarstjórnarkosningum.

Fram til þessa hefur verið svo til útilokað að útstrikanir/breytt röðun kjósenda á frambjóðendum þess lista sem þeir greiða atkvæði hafi áhrif á röð aðalmanna í sveitarstjórnum. Á því verður umtalsverð breyting frá og með næstu kosningum.

Líkt og Þorkell bendir á í grein sinni er einn meg­in­kostur nýju lag­anna sá að öll ákvæði um kosn­ingar – til Alþing­is, til sveit­ar­stjórna og kjör for­seta Íslands – ásamt ákvæðum um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur eru færð í einn laga­bálk. Það hefur m.a. það í för með sér að áhrif kjós­enda í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum til að breyta röð fram­bjóð­anda með útstrik­unum eða umröðun aukast veru­lega. Nýmælið kemur ekki bein­línis fram í lög­unum og hefur því vænt­an­lega farið fram hjá mörg­um. Í grein Þorkels eru samantekin áhrif breytinganna sett fram með eftirfarandi hætti:

Það fer eftir því hversu mörg sæti list­inn fær hve marga kjós­endur þarf til að ná að víxla röð þess­ara tveggja: 

  • Sé þetta listi sem fær aðeins eitt sæti og vilji kjós­endur list­ans koma B, sem skipar vara­manns­sæti list­ans, upp fyrir þann efsta, A, þarf fjórð­ungur (25%) þeirra að beita þessum brögð­um; og meira ef aðrir kjós­endur koma með mót­leik! 
  • Fái list­inn tvo menn kjörna og vilji aðgerð­ar­hóp­ur­inn lyfta B upp fyrir A þarf hóp­ur­inn að vera skip­aður fimmt­ungi (20%) kjós­enda.
  • Hafi list­inn fengið þrjá menn kjörna þarf 14,3% til, en 11,1% hafi list­inn hlotið fjögur sæti o.s.frv. 

Lögð verður áhersla á að kynna þessar breytingar fyrir sveitarstjórnum og kjörstjórnum, tímanlega fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí.

Grein Þorkels á Kjarnanum.