Auglýsing um framlög úr byggðaáætlun

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum. Í þessari fyrstu lotu verður áhersla lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni með varanleg og veruleg jákvæð áhrif á þróun byggðar sett í forgang.

Soknaraaetlanir-landshlutaSamgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum. Í þessari fyrstu lotu verður áhersla lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða sett í forgang verkefni með varanleg og verulega jákvæð áhrif á þróun byggðar.

Verkefnið er hluti af aðgerð C1 í stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024 og er aðeins eitt af mörgum samkeppnisframlögum sem koma til úthlutunar á gildistíma áætlunarinnar. Af öðrum verkefnum má nefna framlög til almenningssamgangna, verslunar í strjálbýli og fjarvinnslustöðva. Opnað verður fyrir þessar umsóknir á næstu vikum.

Landshlutasamtök sveitarfélaga sækja um þau framlög sem í boði eru á vegum hvers sóknaráætlunarsvæðis, en veittar verða allt að 120 milljónum króna til sértækra verkefna svæðanna. Skipuð hefur verið þriggja manna valnefnd sem gerir tillögur til ráðherra um úthlutanir. Hana skipa Stefanía Traustadóttir, formaður, Elín Gróa Karlsdóttir og Magnús Karel Hannesson.

Byggðastofnun sér f.h. ráðuneytisins um úrvinnslu og mat umsókna. Umsóknarfrestur er til miðnættis 30. september 2018 í umsóknargátt Byggðastofnunar.

Auglýsingar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna framlaga úr byggðaáætlun byggja á nýsamþykktum reglum ráðherra. Reglunum er ætlað að tryggja að jafnræðis, gagnsæis, hlutlægni og samkeppnissjónarmiða sé í hvívetna gætt vegna úthlutunar á framlögum og styrkjum.