Atvinnutekjur hæstar á Austurlandi

Talsverðar breytingar hafa orðið á atvinnutekjum landsmanna eftir atvinnugreinum og svæðum samkvæmt nýrri skýrslu Byggðastofnunar vegna áranna 2008-2016. Heildaratvinnutekjur urðu í fyrsta sinn frá hruni meiri að raunvirði á ári en heildartekjur ársins 2008, en fram til ársins 2016 höfðu atvinnutekjur hvers árs verið lægri en rauntekjur þess árs. Þá voru meðalatvinnutekjur ársins 2016 hæstar á Austurlandi, sem er talsverð breyting frá árinu 2008,  þegar atvinnutekjur voru að meðaltali mestar á höfuðborgarsvæðinu.

Talsverðar breytingar hafa orðið á atvinnutekjum landsmanna eftir atvinnugreinum og svæðum samkvæmt nýrri skýrslu Byggðastofnunar vegna áranna 2008-2016. Heildaratvinnutekjur urðu í fyrsta sinn frá hruni meiri að raunvirði á ári en heildartekjur ársins 2008, en fram til ársins 2016 höfðu atvinnutekjur hvers árs verið lægri en rauntekjur þess árs. Þá voru meðalatvinnutekjur ársins 2016 hæstar á Austurlandi, sem er talsverð breyting frá árinu 2008,  þegar atvinnutekjur voru að meðaltali mestar á höfuðborgarsvæðinu.

Viðsnúninginn á landinu öllu má rekja til þess, að heildaratvinnutekjur jukust um 9,7% að raunvirði á milli áranna 2008 og 2016. Á milli áranna 2015 og 2016 nam aukningin hins vegar tæpum 11%. Engu að síður eru allir landshlutar undir landsmeðaltali nema Austurland og höfuðborgarsvæðið.

Medaltekjur-eftir-landshlutum-2008-og-2016Hvað einstaka landshluta snertir þá voru meðaltekjur eins og áður segir hæstar árið 2016 á Austurlandi og næst hæstar á höfuðborgarsvæðinu. Þriðju hæstu meðaltekjurnar voru á Vestfjörðum. Lægstu meðaltekjurnar voru svo á Suðurnesjum og Norðurlandi vestra, en á árinu 2008 voru þær lægastar á Norðurlandi vestra og Suðurlandi.

Eftir atvinnugreinum jukust tekjur mest á tímabilinu 2008-2016 í greinum tengdum ferðaþjónustu, þ.e. gistingu og veitingum, flutningum og geymslu og leigu og sérhæfðri þjónustu. Mesti samdrátturinn á tímabilinu var í fjármála- og vátryggingaþjónustu og mannvirkjagerð. Á milli áranna 2015 og 2016 drógust atvinnutekjur hins vegar mest saman í fiskveiðum.

Þá voru á höfuðborgarsvæðinu atvinnutekjurnar í Reykjavík mestar í heilbrigðis- og félagsþjónustu, á Seltjarnarnesi í fjármála- og vátryggingaþjónustu og í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Kjósahreppi voru þær mestar í verslun. Í Hafnafirði mældust mestu atvinnutekjurnar á hinn bóginn í iðnaði.

Nálgast má ýtarlega greiningu niðurstaðna eftir landshlutum og atvinnugreinum í áðurnefndri skýrslu Byggðastofnunnar.

Frumgögn skýrslunnar vann Hagstofan fyrir Byggðastofnun upp úr staðgreiðsluskrá Ríkisskattstjóra. Landshlutaskipting fer eftir starfssvæðum landshlutasamtaka sveitarfélaga.

Breytingar-a-hlutdeild-atvinnugreina-i-atvinnutekjum