Ný reglugerð um persónuvernd tekur gildi í dag innan Evrópusambandsins um vernd einstaklinga gagnvart vinnslu og frjálsri miðlun persónuupplýsinga. Áhersla er lögð á að reglugerðin verði leidd í lög hér á landi eins fljótt og unnt er og var frumvarp að nýjum persónuverndarlögum kynnt nýlega. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett fram gátlista, sem nýkjörnar sveitarstjórnir eru hvattar til að kynna sér vegna málsins, strax að loknum kosningum.
Ný reglugerð um persónuvernd tekur gildi í dag innan Evrópusambandsins um vernd einstaklinga gagnvart vinnslu og frjálsri miðlun persónuupplýsinga.
Áhersla er lögð á að reglugerðin verði leidd í lög hér á landi eins fljótt og unnt er og var frumvarp að nýjum persónuverndarlögum kynnt nýlega í því augnamiði.
Nýkjörnar sveitarstjórnir eru því hvattar til að setja persónuverndarmál í forgang, nú strax að kosningum loknum.
Gátlistinn hér á eftir gefur aðgengilegt yfirlit yfir mikilvægustu verkefnin að svo stöddu:
- Er kominn persónuverndarfulltrúi hjá sveitarfélaginu, sem uppfyllir þær ríku kröfur sem gerðar eru í lögunum?
- Hefur vinnsla sveitarfélagsins verið skoðuð og vinnsluskrá gerð?
- Hafa öryggiskerfi og skjalakerfi sveitarfélagsins verið skoðuð m.v. kröfur í nýjum lögum?
- Hafa samningar við vinnsluaðila verið yfirfarnir?
- Hefur sveitarfélagið sett sér persónuverndarstefnu og önnur skjöl sem lögin gera ráð fyrir?
- Er sveitarfélagið með áætlun um innleiðingu og hlýtingu?
Gátlistinn birtist einnig í Fréttablaðinu í dag í grein eftir Telmu Halldórsdóttur, lögfræðing hjá sambandinu, Áskoranir í persónuvernd - er þitt sveitarfélag tilbúið?
Telma bendir jafnframt á að mikilvægt sé að gera tímasetta verkefnaáætlun, þar sem skipulagt er með nákvæmum hætti hvernig sveitarfélagið ætli sér að uppfylla kröfur laganna, ef undirbúningur er skammt á veg kominn. Þar sem þessi vinna er ekki bara tímafrek heldur líka kostnaðarsöm skiptir skipulag höfuðmáli.
Nálgast má frekari upplýsingar og gögn vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar hér á vef sambandsins.