Ársskýrsla loftgæða komin út í fyrsta sinn

Umhverfisstofnum hefur gefið út Ársskýrslu loftgæða. Er þetta í fyrsta samantekt sinnar tegundar á Íslandi. Í skýrslunni, sem er gefin út í samræmi við Áætlun um loftgæði á Íslandi 2018-2029.

Umhverfisstofnum hefur gefið út Ársskýrslu loftgæða. Er þetta í fyrsta samantekt sinnar tegundar á Íslandi. Í skýrslunni, sem er gefin út í samræmi við Áætlun um loftgæði á Íslandi 2018-2029. Í skýrslunni er farið yfir mengunarmælingar frá mælistöðvum loftgæða á Íslandi og mælingar settar í samhengi við íslenskar reglugerðir um loftgæði. Að auki hefur Umhverfisstofnun gefið út fylgiskjal ársskýrslunnar, Loftgæði á Íslandi – Umverifsvísar, vöktun og uppsprettur, en þar er farið almennt í loftgæði á Íslandi, loftmengandi efni sem umhverfisvísa, uppsprettur loftmengunar á Íslandi auk vöktunar. Fylgiskjalið verður uppfært eftir því sem við á.

Áætlað er að ársskýrslan verði endurútgefin og uppfærð ár hvert og samantektin yfirfarin reglulega. Stefnt er á að gefa út uppfærða ársskýrslu með gögnum til ársins 2018 fyrir árslok 2019.

Loftgæðismælingar

Sambandið vill í þessu sambandi benda á loftgæðisupplýsingakerfi Umhverfisstofnunar, þar sem fylgjast má með loftgæðum víða um land. Þá fylgist Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur náið með loftgæðum í Reykjavík og sendir viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til.