Ársfundur náttúruverndarnefnda

Sambandið vekur athygli sveitarfélaga á ársfund náttúruverndarnefnda sem haldinn verður á Ísafirði þann 21. mars næstkomandi frá kl. 10-16:30. Fundurinn var fyrirhugaður 12. október sl. en var frestað vegna veðurs, Yfirskrift fundarins er Hver eru áhrif aukinnar umferðar skemmtiferðaskipa?

Sveitarfélög eru hvött til að taka daginn frá og senda fulltrúa sinna nefnda á fundinn en skráning er nauðsynleg. Skráningarform er að finna hér: Skráningarhlekkur

Yfirskrift fundarins er Hver eru áhrif aukinnar umferðar skemmtiferðaskipa? Fundurinn verður haldinn í Edinborgarsalnum á Ísafirði en einnig er hægt að taka þátt á Teams.

Dagskrá:

Fundarstjóri: Kristín Ósk Jónasdóttir
Skráning og kaffi hefst kl: 09:00.
Útsending á Teams milli kl: 09:30-12:00 og 12:45-15:00.

09:30 Setning fundar
09:40 Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar
09:50 Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun

10:00-11:00 Náttúra

Loftmengun frá skemmtiferðaskipum, hvað vitum við og hvaða upplýsingar vantar okkur?
Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
Álag í Þingvallaþjóðgarði vegna fólksfjölda (óstaðfest)
Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum
Vöktun ferðamannastaða
Guðný Vala Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

Umræður

11:15-12:15 Samfélag

Áhrif á hafnir
Hilmar K. Lyngmo, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar
Ferðaþjónusta
Jón Auðun Auðunarson, framkvæmdastjóri Vesturferða
Samfélagsleg áhrif,
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri á Grundarfirði

Umræður

12:15-13:00 Hádegishlé - boðið upp á fiskisúpu á Tjöruhúsinu fyrir staðfundargesti.

13:00-14:30 Verkefni

Móttaka skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi
Margrét Björk Björnsdóttir, fagstjóri hjá Áfangastaða- og markaðsstofu Vesturlands
Landtaka utan hafna, verkefni og samstarf
Edda Kristín Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
EPI Umhverfiseinkunnakerfi Faxaflóahafna
Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna
Áskoranir og lausnir vegna skemmtiferðaskipa í fjörðum vesturstrandar Noregs
Katrin Blomvik, framkvæmdastjóri Geirangerfjord World Heritage Site

Umræður

14:30-15:00 Kaffihlé og fundarslit

15:00-16:30 Gönguferð með leiðsögn um Ísafjarðarkaupstað í boði Ísafjarðarbæjar

Þátttökugjald er kr. 4.500 fyrir staðfundargesti, hádegismatur og kaffiveitingar innifaldar.
Fjarfundargestir munu geta sent inn spurningar í gegnum vefmiðilinn Slido.


Vakin er athygli á því að hægt verður að fljúga til og frá Ísafirði samdægurs frá Reykjavík þann 21. mars:
Brottför frá Reykjavík er 8:00 og lending 8:45.
Brottför frá Ísafirði er 17:40 og lending 18:25.