Fréttir og tilkynningar: janúar 2012

Fyrirsagnalisti

13. jan. 2012 : Ný þjónusta fyrir sveitarfélög á Íslandi

Island.is

Þjóðskrá Íslands mun eftir áramótin bjóða sveitarfélögum upp á nýja þjónustu við birtingu álagningarseðla vegna fasteignagjalda 2012 með rafrænum hætti. Markmiðið er m.a. að gera sveitarfélögunum mögulegt að spara sér útgjöld vegna póstsendinga, pökkunar og umslaga. Að lokinni álagningu verður í álagningarkerfinu unnt að velja að birta seðlana einstaklingum og lögaðilum á „Mínum síðum“ á Ísland.is þar sem þeir sækja seðlana á PDF-formi með því að skrá sig inn á Ísland.is með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænu skilríki.

Nánar...