Fréttir og tilkynningar: maí 2010

Fyrirsagnalisti

19. maí 2010 : Skýrsla um VSK-umhverfi sveitarfélaga

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 7. maí 2010 var lögð fram greinargerð til stjórnar sambandsins og endurskoðunarnefndar um tekjustofna sveitarfélaga um vsk-umhverfi sveitarfélaganna. Greinargerðin er unnin af lögfræði- og velferðarsviði sambandsins í samstarfi við skattasvið KPMG á Íslandi.

Í áfangaskýrslu tekjustofnanefndar dags. 21. desember 2009 segir m.a.:

Ýmis starfsemi sveitarfélaganna er undanþegin virðisaukaskatti, sbr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt. Þá má nefna félagslega þjónustu, rekstur leikskóla, grunnskóla, skólamötuneyti og íþróttastarfsemi.

Nánar...

11. maí 2010 : Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

kosningar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna þann 29. maí nk. hófst hjá sýslumönnum um land allt þann 6. apríl sl. og stendur til kjördags. Frá og með mánudeginum 10. maí, fer atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á vegum sýslumannsembætta um land allt. Í Reykjavík fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og er opið þar alla daga frá kl. 10:00-22:00.  Erlendis fer kjörfundur fram á skrifstofum sendiráða eða fastanefndar hjá alþjóðastofnun, í sendiræðisskrifstofu eða á skrifstofu kjörræðismanns samkvæt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins.

Nánar...

03. maí 2010 : Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga er til 8. maí

kosningar

Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 8. maí 2010. Sveitarstjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skulu tilkynna þá ákvörðun til yfirkjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests.

Á kosningavef dóms- og mannréttindamálaráðuneytisins má finna leiðbeiningar fyrir þá sem hyggjast bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningunum.

Nánar...