Fréttir og tilkynningar: júlí 2017

Fyrirsagnalisti

19. júl. 2017 : Úrskurður um löggæslukostnað vegna bæjarhátíðar

Þann 30. júní sl. var kveðinn upp úrskurður í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í máli sem varðaði kæru Norðurþings vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjórans á Norðurlandi eystra að krefja sveitarfélagið um greiðslu kr. 600.000 vegna löggæslukostnaðar í tengslum við bæjarhátíðina Mærudaga sem haldin var í júlí 2016. 

Nánar...

19. júl. 2017 : Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga verður lokuð frá og með mánudeginum 24. júlí til og með mánudeginum 7. ágúst vegna sumarleyfis starfsfólks.

Nánar...

13. júl. 2017 : Ársreikningar sveitarfélaga 2016

 

Niðurstöður liggja nú fyrir um ársreikninga 63 af 74 sveitarfélögum landsins fyrir árið 2016. Í þessum sveitarfélögum búa vel yfir 99% landsmanna. Til nokkurra tíðinda ber að langtímaskuldir sveitarfélaga lækka milli ára um 4,8 ma.kr. eða sem nemur 2,9%. Hér er fyrst og fremst um að ræða verðtryggðar skuldir og hafa má í huga að vísitala neysluverðs hækkaði um 1,9% frá janúar 2016 til jafnlengdar 2017. Raunlækkun skulda er því um 4,7%.

 

Nánar...

10. júl. 2017 : Þrír verkefnisstjórar ráðnir - „Karlar í yngri barna kennslu“

Undirritun-samning-a-Menntavisindasvidi

Í skýrslunni Aðgerðir til eflingar leikskólastigsins kemur fram að fjölga þurfi karlmönnum sem sækja í leikskólakennaranám en einungis um 6% starfsmanna í leikskólum eru karlmenn, þar af 1,7% með leyfisbréf sem leikskólakennarar. Til að ná markmiðum verkefnisins ákváðu samstarfsaðilar að ráða þrjá karlkyns verkefnisstjóra og veita hverjum þeirra styrk til að hefja nám á meistarastigi haustið 2017 sem veitir þeim leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. 

Nánar...

04. júl. 2017 : Niðurstöður tilraunaverkefnis um hljóðvist í leikskólum

Akureyrarkaupstaður, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Kennarasamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umhverfisstofnun og Vinnueftirlitið fóru haustið 2015 af stað með tilraunaverkefni sem ætlað var að kortleggja hvað í starfsumhverfi leikskóla valdi mestum hávaða og hvaða leiðir eru bestar til að sporna við hávaða og bæta hljóðvist í leikskólum.

Nánar...

03. júl. 2017 : Fundur stefnumótunarnefndar Evrópusamtaka sveitarfélaga (CEMR)

CEMR-Chios

Sambandið á þrjá fulltrúa í stefnumótunarnefnd CEMR, sem fer með pólitíska yfirstjórn samtakanna og fundar tvisvar á ári. Eiríkur Björn Björgvinsson og Halla Steinólfsdóttir, sem eru aðalfulltrúar í nefndinni, tóku þátt í Chios fundinum, ásamt Ísólfi Gylfa Pálmason, sem tók þátt í fjarveru Aldísar Hafsteinsdóttur. Forstöðumaður Brussel-skrifstofu tók einnig þátt í fundinum.

Nánar...