Fréttir og tilkynningar: nóvember 2016

Fyrirsagnalisti

24. nóv. 2016 : Ferðamálaþing 2016

Samband íslenskra sveitarfélaga vill vekja athygli á árlegu Ferðamálaþingi sem haldið veðrur 30. nóvember nk.

Nánar...

23. nóv. 2016 : Yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga við Félag grunnskólakennara

Í ljósi umræðu um launastöðu grunnskólakennara þá vill Samband íslenskra sveitarfélaga koma eftirfarandi á framfæri:

Nánar...

22. nóv. 2016 : Breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna

Halldor_Halldorsson

Þann 19. september sl. var undirritað samkomulag um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Viðræður höfðu staðið yfir í langan tíma áður en þau ánægjulegu tímamót runnu upp að hægt væri að undirrita samkomulagið sem er á milli ríkisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. sveitarfélaganna í landinu, BHM, BSRB og Kennarasambandsins. Þetta samkomulag er hugsað sem stór og mikilvægur áfangi í því að jafna lífeyrisréttindin í landinu sem talað er um á tyllidögum og til þess að bæta hið íslenska vinnumarkaðsmódel og færa það meira til samræmis við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum.

Nánar...

11. nóv. 2016 : Vestfirðir fá umhverfisvottun

Vottun-2016

Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa hlotið silfur vottun frá umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck. Eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir sveitarfélögin sem hafa unnið að þessu verkefni allt frá árinu 2012.

Nánar...

07. nóv. 2016 : GERT - kynning fyrir náms- og starfsráðgjafa

Miðvikudaginn 9. nóvember efnir GERT til kynningarfundar fyrir náms- og starfsráðgjafa. GERT stuðlar að því að brúa bilið á milli núverandi stöðu og framtíðarþarfa nemenda og vinnumarkaðar með því að auka áhuga, árangur og námstækifæri nemenda í námi á sviði raunvísinda og tækni.

Nánar...

07. nóv. 2016 : Yfirlit um stöðu þingmála

althingi-mynd

Að venju hefur undirritaður tekið saman yfirlit um stöðu þingmála að loknu löggjafarþingi en nú er 145. löggjafarþingi nýlokið. Þetta þing var hið lengsta í sögunni en allmörg stjórnarfrumvörp náðu þó ekki fram að ganga.

Nánar...

03. nóv. 2016 : Stjórn sambandsins vill gistináttaskatt og bílastæðagjöld

Skýrsla starfshóps sambandsins um auknar tekjur sveitarfélaga af ferðamönnum var lögð fram til umfjöllunar á fundi stjórnar sambandsins 28. október sl.  Stjórnin telur þá stöðugreiningu og tillögur, sem fram koma í skýrslunni, vera mikilvægt gagn fyrir sveitarfélögin í viðræðum þeirra við ríkið um þetta mikilvæga mál.

Nánar...
Síða 1 af 2