Fréttir og tilkynningar: júlí 2016

Fyrirsagnalisti

13. júl. 2016 : Ársreikningar A-hluta 2015

Niðurstöður liggja fyrir um ársreikninga 68 af 74 sveitarfélögum landsins fyrir árið 2015. Í þessum sveitarfélögum búa yfir 99% landsmanna. Í 5. tölublaði Fréttabréfs hag- og upplýsingasvið sambandsins eru birtar niðurstöður úr A-hluta ársreikninga þessarra sveitarfélaga.

Nánar...

13. júl. 2016 : Í kjölfar kjarasamninga

Þriðja skýrsla SALEK hópsins, heildarsamtaka vinnumarkaðarins, Í kjölfar kjarasamninga er komin út. Í skýrslunni er fjallað um launaþróunina frá 2006 til 2015. Efnistök eru með svipuðum hætti og í fyrri skýrslum samtakanna;  Í aðdraganda kjarasamninga, sem komu út í október 2013 og febrúar 2015.

Nánar...

13. júl. 2016 : Viðbótarframlag vegna þjónustu við fatlað fólk

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarjóðs sveitarfélaga frá 24. júní síðastliðnum um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2016 vegna þjónustu við fatlað fólk. Nemur upphæðin 300 milljónum króna.

Nánar...

11. júl. 2016 : Tillögur að verndarsvæði í byggð

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki til sveitarfélaga til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð.  Sveitarfélögum er heimilt að sækja um styrk til að vinna tillögu um verndarsvæði í byggð í samræmi við ákvæði laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 og reglugerðar sem samþykkt var 9. júní 2016.

Nánar...

11. júl. 2016 : Starfsumhverfi sveitarstjórnarmanna

Karl Björnsson

Í sveitarstjórnarkosningum undanfarna áratugi hefur átt sér stað mikil endurnýjun kjörinna fulltrúa. Í síðustu þrennum kosningum hefur um helmingur sveitarstjórnarfulltrúa ákveðið að bjóða ekki fram krafta sína áfram og hætt þátttöku á vettvangi sveitarstjórna og nokkrir hafa ekki náð endurkjöri. Á vettvangi sambandsins hefur þessi þróun verið rædd og ýmsir sett fram líklegar skýringar á henni. Oftast hefur komið fram að lágar þóknanir og greiðslur miðað við þann mikla tíma sem kjörnir fulltrúar verja í þessi trúnaðarstörf sé aðalskýring mikillar endurnýjunar. Ýmsar aðrar ástæður hafa einnig verið nefndar, s.s. mikið álag og óhentug tímasetning funda, sérstaklega fyrir fjölskyldufólk.

Nánar...

07. júl. 2016 : Fundargerð 1. fundar Þjóðhagsráðs

Stofnfundur Þjóhagsráðs var haldinn 8. júní sl. Aðilar að ráðinu eru er forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Seðlabanka Íslands. Markmið Þjóðhagsáðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði. 

Nánar...