Fréttir og tilkynningar: maí 2016

Fyrirsagnalisti

18. maí 2016 : Fundur um samræmingarverkefni sveitarfélaga á sviði landupplýsinga

Fundur um samræmingarverkefni sveitarfélaga á sviði landupplýsinga verður haldin á Grand hótel, Reykjavík, fimmtudaginn 26. maí kl. 13:00-17:00

Nánar...

12. maí 2016 : Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra 2016

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 21. sinn miðvikudaginn 11. maí sl. við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Foreldraverðlaunin féllu í hlut Móðurmál, samtaka um tvítyngi, fyrir móðurmálskennslu sem samtökin standa fyrir.

Nánar...

09. maí 2016 : Tölfræði höfuðborgarsvæðisins

Í tengslum við sóknaráætlanir landshluta, sem eru sameiginlegt þróunarverkefni sveitarfélaga og ráðuneyta, hefur SSH safnað tölfræðiupplýsingum um höfuðborgarsvæðið og útbúið framsetningu þeirra með myndrænum hætti á vefsíðu samtakanna. Þessar upplýsingar taka til ýmissa lykilþátta er varða lýðfræði höfuðborgarsvæðisins, húsnæði og samgöngur.

Nánar...

09. maí 2016 : „Að finna balansinn“

Vakin er athygli á fyrsta morgunverðarfundi sambandsins, á morgun, þriðjudaginn 10. maí nk. sem haldinn verður á Grand hóteli í Reykjavík.

Nánar...

04. maí 2016 : Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur í áttunda sinn tekið saman upplýsingar um kjör kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og kjör starfandi sveitar- og bæjarstjóra. Þessi könnun hefur verið framkvæmd á tveggja ára fresti frá árinu 2002. Annars vegar er hún framkvæmd á kosningaári og hins vegar á miðju kjörtímabili.

Nánar...