Fréttir og tilkynningar: janúar 2016

Fyrirsagnalisti

29. jan. 2016 : Upplýsingar um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga 2016 og 2016-2019

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur gefið út tvö fréttabréf er varða fjárhagsáætlanir sveitarfélaga árin 2016-2019.

Nánar...

27. jan. 2016 : Samningur um MenntaMiðju undirritaður

Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa undirritað samstarfssamning um MenntaMiðju, samráðsvettvang um skólastarf. Samningurinn nær til þriggja ára og kveður á um aðkomu að rekstri MenntaMiðju.

Nánar...

21. jan. 2016 : Úrskurðarnefnd velferðarmála tekur til starfa

Þann 1. janúar sl. voru úrskurðar- og kærunefndir sem starfað hafa á málefnasviði velferðarráðuneytisins sameinaðar í eina nefnd sem ber heitið:   Úrskurðarnefnd velferðarmála.  Um nefndina gilda lög nr. 85/2015 en nánari upplýsingar er jafnframt að finna á heimasíðu ráðuneytisins og á vef sambandsins.

Nánar...

19. jan. 2016 : Umsagnir um húsnæðisfrumvörp

Eins og kunnugt er fjallar velferðarnefnd Alþingis nú um fjögur frumvörp sem ætlað er að innleiða framtíðarskipan húsnæðismála. Öll frumvörpin hafa snertifleti við sveitarfélögin og hefur sambandið nú látið í té umsagnir um þau.

Nánar...

19. jan. 2016 : Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki

Vegna breyttra reglna um mótframlag er að nýju auglýst eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Þær umsóknir sem bárust í kjölfar síðustu auglýsingar (19. september 2015) halda gildi sínu og mun umfjöllun um þær byggjast á grundvelli nýju reglnanna.

Nánar...

18. jan. 2016 : Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, á Kýpur 20.-22. apríl 2016

Allsherjarþing CEMR eru haldin fjórða hvert ár og eru opin öllu sveitarstjórnarfólki í Evrópu. Búist er við að yfir 1.000 bæjarstjórar og kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi taki þátt í þinginu.

Nánar...

15. jan. 2016 : Verkefnalisti vegna styrkja til meistaranema 2016

Á árinu 2015 samþykkti stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að veita árlega á árunum 2016-18 styrki til allt að þriggja meistaranema við viðurkennda háskóla. Samþykkt þessi er gerð í tilefni af 70 ára afmæli sambandsins, sem stofnað var í júní árið 1945.

Nánar...

14. jan. 2016 : Námskeið um notkun og innleiðingu jafnlaunastaðals

Á vef velferðarráðuneytisins er vakin athygli á fjórum vinnustofum um jafnlaunastaðal sem boðað hefur verið til hjá Starfsmennt í lok janúar og byrjun febrúar nk. Markmiðið er að auka færni og þekkingu stjórnenda á vinnustöðum sem vilja auka gegnsæi og gæði launaákvarðana með notkun jafnlaunastaðals.

Nánar...

12. jan. 2016 : Auglýst eftir umsóknum í Sprotasjóð

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2016 - 2017. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Nánar...

06. jan. 2016 : Ný reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga

Birt hefur verið ný reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga en reikningsskila- og upplýsinganefnd skal gera tillögu um slíka reglugerð samkvæmt ákvæði 75. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Reglugerðin skal innihalda samræmdan upplýsingalykil, vinnslu, meðferð, form og efni fjárhagsáætlana og vinnslu, meðferð, form og innihald ársreiknings og meðferð á skýrslum endurskoðanda um hann. Fyrri reglugerð er frá árinu 2000, nr. 944/2000, með síðari breytingum.

Nánar...
Síða 1 af 2