Fréttir og tilkynningar: desember 2015

Fyrirsagnalisti

31. des. 2015 : Sameiginlegur vilji ríkis og sveitarfélaga til að standa vel að þjónustu við fatlað fólk

Karl Björnsson

Þjónusta við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2011. Þessi breyting er stærsta yfirfærsla á verkefnum milli ríkis og sveitarfélaga frá því að sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna haustið 1996. Undirbúningur og samningavinna vegna þessarar víðtæku yfirfærslu hefur staðið yfir með hléum í nær tvo áratugi.

Nánar...

29. des. 2015 : Sérstök viðbótarframlög á árinu 2015 vegna þjónustu við fatlað fólk

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 11. desember sl. að endanlegri úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2015 vegna þjónustu við fatlað fólk að fjárhæð 200 m.kr. Um er að ræða 25 m.kr. hækkun á samþykktri úthlutun frá því í október.

Nánar...

29. des. 2015 : Almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2016

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 11. desember síðastliðnum um áætlaða úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2016.

Nánar...

29. des. 2015 : Endanleg framlög Jöfnunarsjóðs á tekjutapi vegna fasteignaskatts, tekjujöfnunar og útgjaldajöfnunar

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun framlaga vegna tekjutaps vegna fasteignaskatts, vegna tekjujöfnunarframlags og vegna útgjaldajöfnunarframlags.

Nánar...

17. des. 2015 : Skýrsla um ársfund hagdeilda norrænu sveitarfélagasambandanna 2015

Ársfundur hagdeilda norrænu sveitarfélagasambandanna var haldinn í borginni Visby á Gotlandi í Svíþjóð dagana 27. – 30. ágúst. Alls sóttu fundinn 25 starfsmenn hagdeilda sveitarfélagasambandanna í hinum norrænu ríkjum. Af Íslands hálfu sótti Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs fundinn.

Nánar...

16. des. 2015 : Stjórn Byggðastofnunar fundaði í Reykjavík

Stjórn Byggðastofnunar hélt formlegan stjórnarfund í Reykjavík í gær, þriðjudaginn 15. desember. Fékk hún fundaraðstöðu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, ásamt nokkrum embættismönnum, tóku í upphafi þátt í fundinum. Rætt var um gerð nýrrar byggðaáætlunar fyrir árin 2017-2023 og aðkomu Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að því verkefni. 

Nánar...

15. des. 2015 : Samráðsfundur vegna barna í vanda í skólakerfinu

 

Þann 25. nóvember sl. boðaði sambandið til samráðsfundar aðila sem stóðu að áskorun vegna barna í skólakerfinu sem glíma við alvarlegan vanda.

Nánar...

15. des. 2015 : Umræðu- og upplýsingafundur um niðurstöður endurmats á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til umræðu- og upplýsingafundar miðvikudaginn 16. desember 2015, kl. 13:00 til 16:30. Fundurinn verður haldinn í stóra salnum á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu.

Nánar...

11. des. 2015 : Endurmati á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk lýkur með samkomulagi

Undirritun2

Í dag var ritað undir samkomulag sem náðst hefur milli ríkis og sveitarfélaga varðandi framtíðarfjármögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Af hálfu sambandsins undirrituðu samkomulagið þeir Halldór Halldórsson formaður stjórnar og Karl Björnsson framkvæmdastjóri, en fyrir hönd ríkisins var samkomulagið staðfest með undirritun félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.

Nánar...