Fréttir og tilkynningar: nóvember 2015

Fyrirsagnalisti

30. nóv. 2015 : Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2016-2017

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2016-2017 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 157 fullgildar umsóknir. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt yrðu 34 námsleyfi. Aðeins var hægt að verða við tæplega 22% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að mörgum fullgildum umsóknum varð að hafna.

Nánar...

25. nóv. 2015 : Skrifað undir samninga vegna móttöku flóttamanna

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar og Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar undirrituðu í dag samninga um móttöku 55 sýrlenskra flóttamanna sem væntanlegir eru til landsins í næsta mánuði.

Nánar...

24. nóv. 2015 : Rafrænar íbúakosningar í Reykjanesbæ

Rafræn íbúakosning um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík hófst kl. 02:00 aðfaranótt 24. nóvember. Íbúum gefst kostur á að kjósa til 02:00 þann 4. desember og eins oft og hver vill, ef skoðanir kunna að breytast eftir að kosið hefur verið. Svarvalmöguleikar verða tveir, hlynntur eða andvígur deiliskipulagsbreytingunni.

Nánar...

19. nóv. 2015 : Minnisblað vegna þjóðhagsspár í nóvember 2015

Niðurstöður úr þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá því í apríl 2015 voru sendar til sveitarfélaganna í byrjun júlí ásamt fleiri upplýsingum. Það var gert þeim til aðstoðar við undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 og þriggja ára áætlana. Vel flest sveitarfélög eru  langt komin með frágang fjárhagsáætlunar þegar þjóðhagsspá er birt nú í nóvember.

Nánar...

13. nóv. 2015 : Áhugaverð málstofa um velferðartækni

Velferðarráðuneytið stendur fyrir málstofu um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu undir yfirskriftinni Hvernig verðum við tilbúin fyrir framtíðina?

Nánar...

10. nóv. 2015 : Áskorun til ráðherra og alþingismanna

Landshlutasamtök á öllu landinu skora á ráðherra og alþingismenn að tryggja við gerð fjárlaga fyrir árið 2016 verði aukin framlög til eftirtalinna málaflokka sem allir eru gríðarlega mikilvægir fyrir byggðaþróun til framtíðar.

Nánar...

09. nóv. 2015 : Frestun á umræðu- og upplýsingafundi í málefnum fatlaðs fólks

Umræðu- og upplýsingafundi um stöðuna varðandi endurmat á yfirfærslu málefna fatlaðs fólks hefur verið frestað, en fundinn átti að halda miðvikudaginn 11. nóvember kl. 10:00 til 14:00 á Grand hóteli.

Nánar...

05. nóv. 2015 : 18. ársfundur Umhverfisstofnunar og umhverfisnefnda sveitarfélaga

18. ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga verður haldinn þann 12. nóvember n.k. í Gerðubergi í Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Móttaka ferðamanna og náttúruvernd.

Nánar...

04. nóv. 2015 : Úttekt á menntun án aðgreiningar

Þriðjudaginn 3. nóvember  var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf um úttekt á menntun án aðgreiningar af hálfu fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytis, velferðarráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands, Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra og Skólameistarafélags Íslands.

Nánar...

02. nóv. 2015 : Skólaþing sveitarfélaga hafið

Skólaþing sveitarfélaga 2015 var sett í morgun á Hilton Reykjavík Nordica. Alls sitja um 250 þátttakendur þingið. Áhersla skólaþings að þessu sinni er annars vegar um læsi - metnaðarmál ríkis og sveitarfélaga, og hins vegar um vinnumat grunnskólakennara.

Nánar...