Fréttir og tilkynningar: júlí 2015 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

03. júl. 2015 : Alþingi samþykkir að framlengja reynsluverkefni um NPA til loka árs 2016

Eitt af þeim frumvörpum sem Alþingi afgreiddi fyrir þingfrestun, varðar reynsluverkefnið um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Alþingi samþykkti að framlengja verkefnið til loka árs 2016 auk þess sem heimiluð eru frávik frá vinnuverndarreglum um hvíldartíma og næturvinnutíma starfsmanna sem ráðnir eru til þess að veita notendastýrða persónulega aðstoð.

Nánar...

03. júl. 2015 : Fjögurra ára samgönguáætlun

Innanríkisráðherra lagði í maí fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun. Í umsögn sambandsins eru raktar áherslur í stefnumörkun sambandsins um samgöngumál.

Nánar...

03. júl. 2015 : Úttektir á aðgengi að opinberum byggingum o. fl.

Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks gerir ráð fyrir úttektum á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að.

Nánar...

03. júl. 2015 : Breytingar á lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar

Alþingi samþykkti þann 30. júní sl. breytingar á lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar. Þarna var ákveðnu markmiði náð sem Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum hafa lengi barist fyrir.

Nánar...
Síða 2 af 2