Fréttir og tilkynningar: júlí 2015

Fyrirsagnalisti

29. júl. 2015 : Frá Brussel til Breiðdalshrepps, upplýsingarit Brussel-skrifstofu (sumar 2015) er komið út

Stefnumótun og löggjöf Evrópusambandsins hefur víðtæk áhrif á íslensk sveitarfélög í gegnum EES-samninginn. Áhrifin ná til flestra málaflokka sveitarfélaga, þó í mismiklum mæli sé. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur, með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, starfrækt skrifstofu í Brussel síðan 2006. Skrifstofan annast hagsmunagæslu fyrir íslensk sveitarfélög í Brussel og miðlar upplýsingum um Evrópumál til sveitarfélaga og sambandsins. 

Nánar...

22. júl. 2015 : Kjarasamningur við Félag skipstjórnarmanna undirritaður

Þann 20. júlí 2015 undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags skipstjórnarmanna samkomulag um breytingar og framlengingu kjarasamnings aðila. 

Nánar...

17. júl. 2015 : Aðgerðir til að auka lýðræðislega þátttöku

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins vinnur að því að auka sjálfsstjórn og lýðræði í evrópskum sveitarfélögum.  Það stendur árlega fyrir átaki sem felst í því að hvetja sveitarfélög til að skipuleggja sérstakar aðgerðir í eina viku í október til að vekja athygli á lýðræðislegu hlutverki sveitarfélaga og mikilvægi lýðræðislegrar þátttöku íbúa. 

Nánar...

13. júl. 2015 : Alþingi samþykkti lög um Menntamálastofnun

Þann 1. júlí sl. samþykkti Alþingi lög um Menntamálastofnun. Menntamálastofnun mun sinna þeim verkefnum sem Námsmatsstofnun og Námsgagnastofnun hafa sinnt auk þess sem stjórnsýsluverkefni verða flutt frá mennta- og menningarmálaráðuneyti til hennar.

Nánar...

13. júl. 2015 : Nefndir og starfshópar sem tengjast félagsþjónustu sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir fulltrúa í margar nefndir og starfshópa sem tengjast félagsþjónustu sveitarfélaga. Listi yfir þessar nefndir og hópa hefur verið uppfærður á vef sambandsins og má þar sjá að sveitarfélögin hafa margvíslega snertifleti við þau verkefni sem unnið er að á vettvangi velferðarmála.

Nánar...

08. júl. 2015 : Breytingar á viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Í 12. gr. laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993, sbr. lög nr. 32/2002, segir að Kirkjugarðaráð setji viðmiðunarreglur í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga þar sem fram komi hvað felist í skyldu sveitarfélaga til að leggja til hæfilegt kirkjugarðsstæði og efni í girðingu.

Nánar...

06. júl. 2015 : Breytt stjórnsýsla þegar land er leyst úr landbúnaðarnotum

Á nýafstöðnu vorþingi voru samþykktar breytingar á jarðalögum nr. 81/2004 sem m.a. varða stjórnsýslu mála þar sem gerð skipulagsáætlana kallar á breytta landnotkun á svæði sem áður taldist vera í landbúnaðarnotum.

Nánar...

06. júl. 2015 : Opinn fundur fagráðs um starfsþróun kennara

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara mun standa fyrir opnum fundi 31. ágúst 2015 kl. 10:00-14:00 í Gerðubergi, Reykjavík um hlutverk, ábyrgð og skyldur aðila fagráðs hvað varðar málefni starfsþróunar kennara, ráðgjafa og skólastjórnenda  í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum.

Nánar...
Síða 1 af 2