Fréttir og tilkynningar: september 2014 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

12. sep. 2014 : Drög að frumvarpi til laga um náttúruhamfaratryggingar

Sambandið hefur sent fjármála- og efnahagsráðuneytinu umsögn um drög að frumvarpi til laga um náttúruhamfaratryggingar. Sambandið tók þátt í starfi nefndar sem vann að gerð frumvarpsins og þó nefndarmenn hafi ekki verið algerlega sammála um alla þætti frumvarpsins þá voru allir sammála um að þörf væri á endurskoðun laganna.

Nánar...

12. sep. 2014 : Hjólum til framtíðar

Föstudaginn 19. september verður efnt til ráðstefnu um hjólreiðar í Iðnó undir fyrirsögninni „Hjólum til framtíðar“. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í ráðstefnunni ásamt innanríkisráðuneytinu, samgöngustofu og fleiri aðilum, en ráðstefnan er í tengslum við samgönguviku.


Nánar...

09. sep. 2014 : Drög að reglugerð um starfsemi slökkviliða í umsagnarferli

Varðeldur
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða en í þeim er m.a. fjallað um lágmarkskröfur um tækjakost, húsnæði og mannafla slökkviliða sem og vatnsöflun til slökkvistarfa.
Nánar...

09. sep. 2014 : Umsögn um drög að þingsályktunartillögu um stefnu um lagningu raflína

Althingi_300x300p

Sambandið hefur veitt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu umsögn um drög að þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Þau drög að þingslályktunartillögu sem nú liggja fyrir uppfylla nokkuð vel þær væntingar sem sambandið hefur haft til þessa verkefnis. Af hálfu sambandsins eru því á þessu stigi ekki gerðar alvarlegar athugasemdir við tillöguna. Sambandið telur þó ástæðu til þess að í umræðu um tillöguna verði skýrt nánar frá ástæðum þess að í nokkrum atriðum er vikið frá tillögum sem fram koma í lokaskýrslu nefndar um mótun stefnunnar.

Nánar...

09. sep. 2014 : Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga unnið að gerð handbókar um velferð og öryggi barna í leikskólum sem er ætlað að vera leiðarvísir fyrir þá aðila í skólasamfélaginu sem vinna að velferð nemenda, s.s. sveitarstjórnum, rekstraraðilum, skólastjórnendum, kennurum og öðrum sem starfa í leikskólum.

Nánar...

08. sep. 2014 : Málþing um skólamál - bein útsending

Málþing sambandsins um skólamál fer fram í dag á Grand hóteli undir yfirskriftinni „Hvað fékkstu á prófinu“.

Sent verður beint frá málþinginu hér á upplýsingavef sambandsins

Nánar...
Síða 2 af 2