Fréttir og tilkynningar: febrúar 2014

Fyrirsagnalisti

24. feb. 2014 : GERT verkefnið heldur áfram

GERT- verkefnið, sem stendur fyrir Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni, samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytisins, stendur nú  á ákveðnum tímamótum. Tilgangur verkefnisins er að efla áhuga nemenda í grunnskólum á raunvísindum og tækni og efla tengsl atvinnulífs og skóla.

Nánar...

21. feb. 2014 : Rétt málsmeðferð – ánægðir starfsmenn

Ungt-folk

Ný námskeiðslota sem skipulögð er af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélagi Íslands  og Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur hefst 10. mars nk.  Námskeiðið er ætlað skólastjórnendum í leik- og grunnskólum, fræðslustjórum og starfsmannstjórum í sveitarfélögum.


Nánar...

20. feb. 2014 : Konur í „karlastörfum“

KonurIKarlastorfum

Aðgerðarhópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti efnir til opins morgunverðarfundar um konur í hefðbundnum karlastörfum á Grand Hóteli í Reykjavík, miðvikudaginn 26. febrúar nk. Markmið fundarins er að efna til umræðu um mögulegar leiðir til að fjölga konum á fagsviðum þar sem karlar hafa verið í meirihluta.

Nánar...

17. feb. 2014 : Spurningakönnun sambandsins - jákvætt viðhorf til stöðunnar í yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks

SkyrslaFlutningur

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út skýrslu um stöðuna varðandi yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga. Skýrslan byggir á stórri spurningakönnun sem framkvæmd var á liðnu hausti, þar sem stjórnendur hinna 15 þjónustusvæða í málaflokknum lýstu afstöðu sinni til þess hvernig ýmsar faglegar og fjárhagslegar forsendur yfirfærslunnar hafi gengið eftir.  

Nánar...

17. feb. 2014 : Flutningur málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga

SkyrslaFlutningur

Lögfræði- og velferðarsvið sambandsins hefur gefið út niðurstöður spurningakönnunar sem send var út til stjórnenda á 15 þjónustusvæðum sem til urðu við yfirflutning málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga árið 2011. Spurningakönnunin var rafræn og var opnað fyrir könnunina þann 24. október 2013. Svör bárust frá öllum þjónustusvæðunum.

Nánar...

17. feb. 2014 : Fjármálaráðstefna dönsku sveitarfélaganna 2014

FjarmalaradstefnaDonskuSveitarfelaganna

Fjármálaráðstefna dönsku sveitarfélagasamtakanna (Kommunernes Økonomiske Forum – KØF) árið 2014 var haldin í Ålborg Kongres og Kultur Center dagana 9. til 10. janúar sl. Ráðstefnuna sóttu borgarstjórar, kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnun, framkvæmdastjórar sveitarfélaga, fjármálastjórar og aðrir sem starfa við eða láta sig fjármál sveitarfélaga varða. Ráðstefnan var haldin undir yfirskriftinni: „Þekktu sveitarfélagið þitt og stjórnaðu því“

Nánar...

07. feb. 2014 : Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga 2014

Fjarhagsaaetlanir-sveitarfelaga-2014

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur gefið út fréttabréf um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga 2014. Í fréttabréfinu eru birtar upplýsingar úr A-hluta fjárhagsáætlana sveitarfélaga og skil þeirra eins og þau voru um miðjan janúar.  Samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 skulu sveitarstjórnir afgreiða fjárhagsáætlun eigi síðar en 15. desember ár hvert.

Nánar...

06. feb. 2014 : Dagur leikskólans 2014 haldinn í sjöunda sinn

leikskoli1

Fimmtudaginn 6. febrúar var dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í sjöunda sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmið dagsins er að beina sjónum að leikskólanum og því gróskumikla fagstarfi sem þar fer fram.

Nánar...