Fréttir og tilkynningar: mars 2013
Fyrirsagnalisti
Nýtt vefsetur um innleiðingu Evrópusáttmála sveitarfélaga um jafnrétti kynjanna tekur til starfa

Sameiginleg ráðgjafarnefnd Íslands og Svæðanefndar Evrópusambandsins tekur til starfa

Stofnfundur sameiginlegrar ráðgjafarnefndar Íslands og Svæðanefndar Evrópusambandsins var haldinn mánudaginn 4. mars sl. í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Nánar...Morgunverðafundir um menntun innflytjenda

Fyrirhuguð er morgunverðarfundaröð, í framhaldi af HringÞingi um menntun innflytjenda, í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarseturs og Reykjavíkurborgar
Fyrsti morgunverðarfundurinn verður haldinn föstudaginn 5. apríl kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík.
Samningar um sóknaráætlanir landshluta undirritaðir

Í hádeginu í dag, föstudaginn 22. mars, undirrituðu Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra og fulltrúar landshlutasamtaka samning um sóknaráætlanir landshluta. Með undirritun samninganna er brotið blað í sögu samskipta landshlutasamtakanna við Stjórnarráðið þegar kemur að úthlutun opinberra fjármuna til einstakra verkefna innan landshluta.
Nánar...Aðalnámskrá fyrir greinasvið grunnskóla

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt seinni hluti aðalnámskrár grunnskóla fyrir einstök greinasvið á vefsíðu ráðuneytisins. Honum er bætt aftan við almenna hluta námskrárinnar sem heitir nú: Aðalnámskrá grunnskóla almennur hluti 2011 og greinasvið 2013. Lögformleg útgáfa verður birt í stjórnartíðindum fljótlega. Útgáfa aðalnámskrár fyrir greinasvið grunnskóla er lokaáfangi í heildarendurskoðun á aðalnámskrám fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla sem hófst í kjölfar heildarendurskoðunar laga fyrir þessi skólastig.
Nánar...Sveitarstjórnarmenn eiga að hafa skoðun á skólamálum

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, gerði breytingar í skólastarfi að umræðuefni í ræðu sem hún flutti á landsþingi sambandsins í morgun. Taldi hún ósanngjarnt þegar því væri haldið fram að sveitarstjórnarmenn hafi ekki vit á hinu eða þessu atriðinu af því að þeir væru ekki „fagmenn“ í viðkomandi grein.
Nánar...Orð eru til alls fyrst

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, setti XXVII. landsþing sambandsins á Grand hótel í Reykjavík í morgun. Í setningarræðu sinni varð honum tíðrætt um málefni grunnskólans.
Nánar...Bein útsending frá XXVII. landsþingi

XXVII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður sett á Grand hótel í Reykjavík nú kl. 9.30. Yfirskrift þingsins er „Áfram veginn“ en landsþingið í ár er síðasta landsþing kjörtímabils þeirra sveitarstjórna sem nú sitja, 2010-2014.
Nánar...Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu - skráning opin

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til málþings í tengslum við landsþingið sem mun byggjast á þeim námsferðum sem farnar hafa verið undanfarin tvö ár til að kynna sér byggðamál í aðildarríkjum ESB. Málþingið á erindi við kjörna fulltrúa í sveitarfélögum og aðra yfirstjórnendur, svo og stjórnendur og starfsmenn landshlutasamtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélaga.
Nánar...Umsögn um frumvarp um útlendinga, 541. mál

- Fyrri síða
- Næsta síða