Fréttir og tilkynningar: júlí 2012

Fyrirsagnalisti

20. júl. 2012 : Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga verður lokuð frá mánudeginum 23. júlí til og með mánudeginum 6. ágúst.

Skrifstofa Lánasjóðs sveitarfélaga verður aftur á móti opin þennan tíma. Hægt er að ná sambandi við starfsmenn lánasjóðsins í síma 515 4949.

Gleðilegt sumar!

Nánar...

13. júl. 2012 : Björn Friðfinnsson, fv. formaður sambandsins, látinn

Bjorn_Fridfinnsson

Björn Friðfinnsson lögfræðingur og fyrrverandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga lést fimmtudaginn 12. júlí, 72 ára að aldri. Björn átti að baki langan starfsferil í opinberri stjórnsýslu. Hann starfaði sem ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneyti, sameinuðu viðskipta- og iðnaðarráðuneyti og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Björn var formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 1982-1986

Nánar...

09. júl. 2012 : Hjólreiðar og sveitarfélög

Reidhjol

Hjólreiðar eru sífellt að verða vinsælli hér á Íslandi. Aukin hjólreiðanotkun stuðlar að bættri heilsu og sparnaði bæði fyrir einstaklinga og ríki og sveitarfélög. Sveitarfélög hafa undanfarin ár gert stórátak í að gera gatna- og stígakerfi sitt aðgengilegra fyrir hjólreiðafólk en alltaf er hægt að gera betur og mikilvægt í þessu sem öðru að reyna ekki að finna upp hjólið heldur læra af öðrum sem hafa gert vel.

Nánar...

09. júl. 2012 : Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga

banner-GA-IC

CEMR eru stærstu sveitarfélagasamtök Evrópu og Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að þeim. Þriðja hvert ár heldur CEMR Allsherjarþing sem er vettvangur fyrir kjörna og ráðna yfirstjórnendur sveitarfélaga í Evrópu til að fræðast um og ræða helstu úrlausnarefni á hverjum tíma. Næsta þing verður haldið í borginni Cadiz á suður Spáni 26.-28. september nk.

Nánar...

06. júl. 2012 : Landsfundur jafnréttisnefnda

Jafnrétti

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn 14. september nk. á Akranesi. Landsfundur jafnréttisnefnda er haldinn árlega og er kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vinnur að jafnréttismálum innan sveitarfélaga til að koma saman og ræða helstu þætti jafnréttisstarfsins og kynna sér hvað er efst á baugi í öðrum sveitarfélögum.

Nánar...

04. júl. 2012 : Ungt fólk og lýðræði

Ungt-folk

Ungmennaráðstefnan, Ungt fólk og lýðræði, var haldin á Hvolsvelli dagana 29. – 31. apríl 2012. Þetta er í þriðja sinn sem Ungmennafélag Íslands stendur fyrir því að halda ráðstefnuna í þeim tilgangi að styðja við lýðræðislega þátttöku ungs fólks.  Ráðstefnan var bæði fyrir fulltrúa ungmennaráða og starfsmenn þeirra.

Nánar...

04. júl. 2012 : Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundar á Ísafirði

EFTA-FORUM2

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA hélt fimmta fund sinn á Ísafirði 21-22. júní sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstiganna í EES EFTA löndunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands. Helstu viðfangsefni að þessu sinni voru endurskoðun á EES-samningnum og evrópureglur um mat á umhverfisáhrifum, sem vettvangurinn ályktaði um.

Nánar...

04. júl. 2012 : Lokaskýrsla tilraunaverkefnis um ytra mat á grunnskólum

SIS_Skolamal_760x640

Tilraunaverkefni um ytra mat á grunnskólum er nú lokið og hefur verið tekin saman skýrsla þar sem annars vegar er gerð grein fyrir heildarniðurstöðum verkefnisins út frá þeim viðmiðum sem lögð voru til grundvallar og hins vegar eru kynnt viðhorf nokkurra hagsmunaaðila til ytra matsins og framkvæmdar þess. 

Nánar...