Fréttir og tilkynningar: apríl 2012

Fyrirsagnalisti

26. apr. 2012 : Samkomulag um eflingu grunnmenntunar í tækni- og raunvísindum

undirritun-samkomulags-um-samstarf
Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök iðnaðarins hafa gert með sér samkomulag um eflingu menntunar í tækni og raunvísindum á miðstigi grunnskóla.  Samstarfsaðilar eru Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Námsmatsstofnun. Þessir aðilar munu leggja fram fé og mannafla til að vinna greiningu á núverandi stöðu menntunar í tækni- og raunvísindum hér á landi og í samanburði við önnur lönd. Nánar...

26. apr. 2012 : Stjórnskipulag grunnskóla í Englandi

Hnotturinn_vef

Stjórnskipulag grunnskóla í Englandi hefur eins og á Íslandi verið að breytast undanfarin ár m.t.t. aukinnar valddreifingar og þar með aukinnar ábyrgðar skólanefnda/fræðslustjórnenda í sveitarfélögum (e. School governance) á framkvæmd skólastarfs.  Niðurstöður úr ytra mati á skólum í Englandi hafa leitt í ljós mikilvægi skólanefnda/fræðslustjórnenda í að stuðla að auknum gæðum í skólastarfi og í nýlegri skýrslu sem er aðgengileg á neðangreindri slóð, eru dregnir fram lykilþættir sem einkenna skólanefndir/fræðslustjórnendur sem hafa náð afburða árangri.

Nánar...

26. apr. 2012 : Leiðbeiningar og verklagsreglur vegna reglugerðar um ábyrgð og skyldur

mappa

Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum nr. 1040 frá 2011 kallar á leiðbeiningar og verklagsreglur. Á upplýsingavef Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa þær verið gerðar aðgengilegar á einum stað. Frekara stuðningsefni verður bætt við síðuna eftir því sem ástæða þykir til.

Nánar...

17. apr. 2012 : Ráðstefnan íslensk þjóðfélagsfræði 2012

HAlogo

Ráðstefnan Íslensk þjóðfélagsfræði 2012 verður haldin í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 20. og laugardaginn 21. apríl n.k. Í ár verður ráðstefnan haldin í sjötta sinn og mun hún verða tileinkuð 25 ára afmæli háskólans. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér.

Nánar...

16. apr. 2012 : Umsagnir um tvö lagafrumvörp

mappa

Lögfræði- og velferðarsvið sambandsins hefur sent frá sér umsagnir um tvö lagafrumvörp sem nú liggja frammi á Alþingi. Um er að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum, 598. mál og frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, 510. mál.

Nánar...

13. apr. 2012 : Leiðin til Ríó

Leidin_til_Rio

Mánudaginn 16. apríl verður haldin málsstofa í Odda 101 um ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem haldin verður í Rio D Janeiro í júní 2012. Að málstofunni mun Lúðvík E. Gústafsson, verkefnisstjóri á sviði umhverfismála hjá sambandinu, m.a. flytja erindi en málstofan er haldin í samstarfi nokkurra aðila.

Nánar...

10. apr. 2012 : Breyting á skipulagslögum og fundargerð skipulagsmálanefndar sambandsins

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Alþingi hefur samþykkt breytingu á skipulagslögum sem felur í sér að umhverfisráðherra hefur sex vikna frest frá því að tillaga Skipulagsstofnunar berst til þess að synja, fresta eða staðfesta aðalskipulagstillögu. Áður var enginn frestur tilgreindur í lögunum og hefur langur afgreiðslutími ráðuneytisins við afgreiðslu aðalskipulagstillagna sveitarfélaga sætt mikilli gagnrýni, bæði af hálfu sveitarstjórna og Alþingis.

Nánar...

10. apr. 2012 : Leiðsögn um lýðræði í sveitarfélögum - leiðbeiningarrit

lydraedisrit_forsida

Samband íslenskra sveitarfélaga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands hafa gefið út leiðbeiningaritið Leiðsögn um lýðræði í sveitarfélögum fyrir sveitarfélög, samtök og annað áhugafólk um íbúalýðræði.

Nánar...

04. apr. 2012 : Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sambandsins

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaganna verður haldinn 26. og 27. apríl 2012 á Hellu, Rangárþingi ytra. Fundurinn er ætlaður kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaganna í skipulagsmálum.

Nánar...

02. apr. 2012 : Drög að reglugerð um fjármálareglur sveitarfélaga til umsagnar

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Undanfarna mánuði hafa fulltrúar sambandsins og innanríkisráðuneytis unnið saman að gerð reglugerðar um eftirlit með fjármálum sveitarfélaga og fjárhagsleg viðmið, á grundvelli sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í þeirri vinnu hefur verið leitast við að taka tillit til ýmissa ábendinga og athugasemda sem sveitarstjórnarmenn gerðu við við umfjöllun um fjármálareglur í sveitarstjórnarlagafrumvarpinu.

Nánar...
Síða 1 af 2