Fréttir og tilkynningar: febrúar 2012

Fyrirsagnalisti

29. feb. 2012 : Nýjar viðmiðunarreglur vegna dvalar barna á leikskólum utan lögheimilissveitarfélags

Leikskolaborn_litil

Stjórn sambandsins samþykkti á fundi sínum 24. febrúar sl. nýjar viðmiðunarreglur vegna dvalar barna á leikskólum utan lögheimilissveitarfélags. Um er að ræða reglur sem  gilda eiga út árið 2012. Sérstök athygli er vakin á þeirri breytingu að nú er gjaldskrá viðmiðunarreglna miðuð við meðaltalsraunkostnað sveitarfélaga við leikskóladvöl barna.

Nánar...

28. feb. 2012 : Frá Brussel til Breiðdalshrepps, upplýsingarit Brussel-skrifstofu er komið út

skyrsla feb 2012

Frá Bussel til Breiðdalshrepps febrúar 2012, upplýsingarit um helstu nýmæli hjá ESB og EFTA sem snerta sveitarfélög,  er nú komið út. Í ritinu má nálgast upplýsingar um ýmis svið, s.s. um  félags- og starfsmannamál, opinber innkaup, umhverfis-, loftslags-, og orkumál og  stefnumótun, stofnanauppbyggingu  og byggðastefnu ESB.

Nánar...

28. feb. 2012 : Kennarar með kennsluréttindi hafa aldrei verið fleiri

Grunnskoli

Hagstofa Íslands birti í morgun niðurstöður mælinga er varða starfsfólk í grunnskólum. Í niðurstöðum mælinganna má sjá að hlutfall kennara með kennsluréttindi hefur aldrei verið hærra en það hefur aukist frá því að vera 80-87% árin 1998-2008 í að að vera 95,5% haustið 2011.

Nánar...

24. feb. 2012 : Nýr vefur um vistvæn innkaup í loftið

www

Nýr og endurbættur vefur vistvænna innkaupa  www.vinn.is  hefur verið opnaður en á honum má finna upplýsingar og hagnýt ráð um það hvernig standa má að vistvænum innkaupum á sem hagkvæmastan hátt. Vefurinn var opnaður í upprunalegri mynd árið 2008.

Nánar...

22. feb. 2012 : Borgin Jekabpils í Lettlandi leitar að samstarfsaðila

Escut_Jekabpils

Borgin Jekabpils í Lettlandi leitar að samstarfsaðila til að taka þátt í verkefni sem fellur undir Nordic-Baltic Mobility and Network Programme for Public Administration

Nánar...

22. feb. 2012 : Sveitarfélagið Limbazi í Lettlandi leitar að íslenskum samstarfsaðila

Limbazi_gerb

Sveitarfélagið Limbazi í Lettlandi leitar að íslenskum samstarfsaðila til að taka þátt í verkefni sem fellur undir Nordic-Baltic Mobility and Network Programme for Public Administration.

Nánar...

21. feb. 2012 : Atvinnuátakið VINNANDI VEGUR

vinnandiVegur_merki

VINNANDI VEGUR er sameiginlegt átak samtaka atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins. Ávinningur allra er hafður að leiðarljósi: Um leið og atvinnurekendum er gert kleift að nýráða starfsfólk er atvinnuleitendum gefið tækifæri til þátttöku í atvinnulífinu. Samband íslenskra sveitarfélaga er aðili að yfirlýsingu sem undirrituð var um átakið þann 16. desember 2011, sbr. frétt á heimasíðu sambandsins.

Nánar...

21. feb. 2012 : Félagsvísar kynntir í fyrsta sinn á Íslandi – mikilvægt stjórntæki

SIS_Felagsthjonusta_190x100

Velferðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í liðinni viku nýja skýrslu um félagsvísa sem stefnt er að því að safna og birta reglulega. Félagsvísarnir eiga að auðvelda aðgengi stjórnvalda og hagsmunaaðila að skilgreindum upplýsingum sem varpa ljósi á þjóðfélagsástandið og styðja við stefnumótun stjórnvalda.

Nánar...

20. feb. 2012 : Ráðstefna um þátttöku í evrópsku samstarfi um rannsóknir og stefnu í byggðaþróun

SIS_Lydraedi_mannrettindi_190x100

Byggðastofnun gengst fyrir ráðstefnu um þátttöku Íslendinga í samstarfi um rannsóknir og stefnumótun í byggðaþróun í Háskólanum í Reykjavík 12. mars nk. Ráðstefnan er kynning á ESPON áætlun ESB um byggðarannsóknir þar sem Ísland tekur þátt ásamt Noregi, Sviss og Liechtenstein auk allra aðildarlanda ESB.

Nánar...

20. feb. 2012 : Evrópsk verðlaun til strandbæja

SIS_Althjodamal_190x100

Evrópuráðið ætlar að veita strandbæjum sem hafa staðið sig vel í uppbyggingu sérstaka viðurkenningu („Best Practice Award Programme for European Coastal Towns“).

Nánar...
Síða 1 af 2