Fréttir og tilkynningar: október 2011

Fyrirsagnalisti

31. okt. 2011 : Tímabundin störf í boði

SIS_Skolamal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir til umsóknar tímabundin störf tveggja matsaðila til að vinna við sameiginlegt tilraunaverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins og sveitarfélaga um ytra mat á grunnskólastarfi.  Verkefnið er styrkt af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Nánar...

31. okt. 2011 : Dagur félagsmiðstöðvanna haldinn í fyrsta sinn á Íslandi

Ungt-folk

Miðvikudaginn 2. nóvember standa félagsmiðstöðvar á Íslandi og SAMFÉS fyrir Degi félagsmiðstöðvanna. Félagsmiðstöðvar víða um land verða opnar fyrir gesti og gangandi þennan dag.

Nánar...

28. okt. 2011 : Stjórn sambandsins setti upp kynjagleraugu

Kynjagleraugu

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga setti upp kynjagleraugu á fundi sínum sem haldinn var á skrifstofu sambandsins í dag, 28. október. Tilefnið var íslenski kvennafrídagurinn, 24. október, og áeggjan „Skottanna“, regnhlífarsamtaka íslensku kvennahreyfinganna þar sem farið var fram á við sambandið að sveitarstjórnir yrðu hvattar til að standa fyrir fundum vikuna 24.-29. október um stöðu og jafnréttismál kynja í sveitarfélögum.

Nánar...

28. okt. 2011 : Mikill samhljómur á ráðstefnu um aðstæður fatlaðs fólks

Harpa1

Hátt í 400 manns sóttu ráðstefnu um aðstæður fatlaðs fólks sem fram fór í Hörpu í dag. Kynntar niðurstöður viðamikillar rannsóknar á högum fatlaðs fólks við flutning málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga og rætt um hvaða lærdóm megi draga af þeim.

Nánar...

28. okt. 2011 : Vel heppnaður vinnudagur

VinnudagurHotelNatura

Miðvikudaginn 26. október sl, var efnt til vinnudags á Hótel Natura í Reykjavík fyrir starfsfólk sem kemur að málefnum fatlaðs fólks. Mjög vel var mætt á vinnufundinn en alls komu þar um 150 manns hvaðanæva að af landinu. Vinnudagurinn var haldinn í samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga, velferðarráðuneytisins og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Nánar...

25. okt. 2011 : Samstarfsnefnd um símenntun/starfsþróun kennara

undirritun simenntun kennara 2011

Samstarfsnefnd um símenntun/starfsþróun kennara á öllum skólastigum neðan háskólastigs var stofnuð í sumar. Að nefndinni standa Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...

24. okt. 2011 : Styrkir til sveitarfélaga vegna aukinnar þjónustu við langveik börn og börn með ADHD

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Auglýst er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki til verkefna sem ætlað er að efla stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. Sveitarfélög geta sótt um styrki vegna verkefna á eigin vegum eða sem unnin eru í samstarfi við einstaklinga eða félagasamtök.

Nánar...

19. okt. 2011 : Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga 2011 og 2012

Hag- og upplýsingasvið hefur gefið út staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2011 og 2012. Gert er ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali á öllu landinu um 4,3 % á milli ára 2011 og 2012.

Nánar...

17. okt. 2011 : Comenius Regio tengslaráðstefna –  tenging  skólastiga

SIS_Althjodamal_760x640

Landskrifstofa menntaáætlunar ESB stendur fyrir evrópskri tengslaráðstefnu í Reykjavík dagana 2-5 nóvember. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir skólayfirvöld út um allt land til að finna samstarfsaðila í evrópu til að vinna saman að tveggja landa Comenius regio samstarfi.

Nánar...

13. okt. 2011 : Fjármálaráðstefna 2011 sett

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

"Við vitum svo sem hvar valdið liggur, það er hjá ríkisstjórn og Alþingi, við höfum fundið fyrir því í ákveðnum málum en okkur líkar betur þegar hægt er að semja um málin og ná sameiginlegri niðurstöðu."

Nánar...
Síða 1 af 2