Fréttir og tilkynningar: mars 2011

Fyrirsagnalisti

29. mar. 2011 : Könnun á fjárframlögum sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka

SIS_Skolamal_760x640

Þann 7. febrúar árið 2011 sendi Samband íslenskra sveitarfélaga út spurningalista til sveitarfélaganna þar sem óskað var upplýsinga um framlög þeirra til stjórnmálasamtaka. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að mikill munur er á greiðslum sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka.

Nánar...

28. mar. 2011 : Hagræðingaraðgerðir sveitarfélaga

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Við undirbúning og afgreiðslu fjárhagsáætlana fyrir árið 2011 leituðu sveitarfélögin í landinu margháttaðra leiða til að bregðast við þeirri fjárhagslegu stöðu sem þau búa við. Aðstæður þerra eru á margan hátt ólíkar og því var um ýmsar mismunandi leiðir að velja. Þrátt fyrir að leiðir einstakra sveitarfélaga til aukinnar hagræðingar í rekstri sínum geti verið mismunandi vegna ólíkra forsendna og breytilegra aðstæðna þá vinna þau að mörgu leyti út frá sameiginlegum grunni að þessu verkefni.

Nánar...

28. mar. 2011 : Mælt fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um almenningsbókasöfn

SIS_Skolamal_760x640
Mennta- og menningarmálaráðherra mælti þann 23. mars sl. fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um almenningsbókasöfn. Tilefni frumvarpsins er álit frá umboðsmanni Alþingis frá því í desember 2010, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að reglur Landsbókasafns um innheimtu sekta vegna vanskila á bókum hefðu ekki haft nægilega trausta lagastoð. Nánar...

21. mar. 2011 : Styrkir úr Sprotasjóði

krakkar-i-skola

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Áherslusvið sjóðsins verða að þessu sinni: Siðfræði og gagnrýnin hugsun annars vegar og skapandi nám: nýsköpun í námsumhverfinu hins vegar.

Nánar...

15. mar. 2011 : Uppgjör á framlagi til sveitarfélaga vegna endurgreiðslu á hækkun tryggingargjalds

Skjaldarmerki

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 4. mars síðastliðnum  um uppgjör á framlagi vegna endurgreiðslu á hækkun tryggingagjalds á árinu 2010.

Nánar...

11. mar. 2011 : Ráðstefna um framtíð minkaveiða

minkur

Umsjónarnefnd með minkaveiðiátaki boðar til ráðstefnu um árangur átaksins, rannsóknir og framtíðarsýn um fyrirkomulag minkaveiða í ljósi þeirra upplýsinga sem verkefnið hefur dregið fram. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, 14. mars 2011, kl. 13-16.  Ráðstefnan verður send út á netinu. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Nánar...

07. mar. 2011 : Sveitarfélag í Litáen leitar samstarfs um þátttöku í Mannaskiptaáætlun Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna fyrir opinbera stjórnsýslu

logo-norraena

Sveitarfélag í Kaunas, Litáen leitar að íslensku sveitarfélagi til að taka þátt í Mannaskiptaáætlun Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna fyrir opinbera stjórnsýslu. Samstarfið felst m.a. í að taka á móti hópi Litáa sem hyggjast kynna sér nýjungar í stjórnsýslu og skiptast á skoðunum við starfsmenn sveitarfélaga á Norðurlöndum.

Nánar...

01. mar. 2011 : Átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

Ungt-folk

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur næsta sumar með líkum hætti og gera var sl. sumar. Áætlað er að verja allt að 370 milljónum króna til verkefnisins. Vinnumálastofnun mun stýra átakinu sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög.

Nánar...