Fréttir og tilkynningar: janúar 2011

Fyrirsagnalisti

31. jan. 2011 : Fréttabréf Hag- og upplýsingasviðs

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Út er komið 1. tölublað 3. árgangs fréttabréfs Hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í fréttabréfinu eru fjárhagsáætlanir sveitarfélaga vegna ársins 2011 greindar en sveitarfélögin hafa líkt og aðrir í samfélaginu brugðist við efnahagserfiðleikum þjóðarinnar með aðhaldi og sparnaði þar sem því verður við komið.

Nánar...

28. jan. 2011 : Almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla á árinu 2011

SIS_Skolamal_760x640

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 17. desember síðastliðinn um áætlaða úthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu 2011.

Nánar...

25. jan. 2011 : Námskeið um skipulagsmál fyrir kjörna fulltrúa

Frá fundi um skipulagsmál

Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við Skipulagsstofnun efnir til námskeiðs um skipuilagsmál fyrir kjörna fulltrúa þann 1. febrúar nk. Námskeiðið verður haldið í Ketilhúsinu á Akureyri en samskonar námskeið var haldið í Reykjavík þann 20. janúar sl.

Nánar...

25. jan. 2011 : Tilnefningar til verðlauna fyrir borgarskipulag

WorldCityPrize

Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur borist bréf frá Lee Kua Yew World City Prize í Singapore þar sem óskað er eftir tilnefningum á einstaklingum/fræðimönnum eða stofnunum/frjálsum félagasamtökum á sviði borgarskipulabs. Tilnefningar þurfa að berast fyrir 31. mars nk.

Nánar...

24. jan. 2011 : Norðurslóðaáætlunin auglýsir eftir umsóknum

npp

Markmið Norðuslóðaáætlunarinnar er að styrkja norðurslóðir Evrópu á sviði efnahags-, félags- og umhverfismála. Einkum er lögð áhersla á tvennt, þ.e. annarsvegar ýmiskonar nýsköpun og samkeppnishæfni og hinsvegar sjálfbæra nýtingu auðlinda og eflingu samfélaga. Undir hvort tveggja falla fjölmörg svið er varða sveitarfélög með einum eða öðrum hætti. Umsóknarfrestur er til 21. mars.

Nánar...

21. jan. 2011 : 2011 - Evrópuár sjálfboðaliðastarfs

EYVCmyk-EN

Ár hvert tilnefnir ESB þema sem lögð er sérstök áhersla á í evrópsku samstarfi. Framkvæmdastjórn ESB telur sjálfboðaliðstarf mikilvægan hluta borgaralegrar þátttöku og til þess fallið að styrkja samevrópsk gildi s.s. samstöðu og félagslega samheldni.

Nánar...

20. jan. 2011 : Opið fyrir umsóknir í Endurmenntunarsjóð grunnskóla

SIS_Skolamal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunar-verkefna skólaárið 2011-2012. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2011.Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir kennara og stjórnendur grunnskóla geta sótt um framlög úr sjóðnum.

Nánar...

19. jan. 2011 : Umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent umhverfisnefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs. Sambandið leggst í umsögninni gegn því að frumvarpið verði samþykkt án verulegra breytinga. Einkum leggst sambandið gegn því flókna regluverki og skrifræði sem lagt er til í 6. gr. og ákvæðum til bráðabirgða I og III, sem fjalla um skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir og gildistöku þeirra breytinga.

Nánar...

18. jan. 2011 : Hesthús skattleggjast í C-flokki fasteignaskatts

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Þann 12. janúar sl. kvað Yfirfasteignamatsnefnd upp úrskurð í máli þar sem kærð var álagning fasteignaskatts á hesthús í Sveitarfélaginu Árborg. Nefndin úrskurðaði sveitarfélaginu í vil og komst að þeirri niðurstöðu að hesthús í þéttbýli beri að skattleggja skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.

Nánar...

14. jan. 2011 : Styrkir úr Æskulýðssjóði

skolabragur

Mennta- og menningarmálamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði sem starfar samkvæmt lögum nr. 70/2007 og reglum nr. 60/2008. Við úthlutun úr Æskulýðssjóði fyrir árið 2011 verður lögð áhersla á umsóknir frá æskulýðsfélögum og æskulýðssamtökum um verkefni er fjalla um mannréttindafræðslu og lýðræðislega þátttöku ungmenna í samfélaginu svo og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Nánar...
Síða 1 af 2