Náttúruhamfarir

Streymi frá mál­þingi um snjó­flóð og sam­fé­lög

5. maí 2025

Málþing um snjóflóð og samfélög verður haldið á Ísafirði dagana 5.-6. maí 2025, en málþingið er haldið í tilefni af að 30 ár eru nú liðin frá snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri. Hægt er að fylgjast með málþinginu í streymi á vef ráðstefnunnar.

Ísafjörður. Ljósmynd Joel Rohland af Unsplash.
Ísafjörður. Ljósmynd Joel Rohland af Unsplash.

Á málþinginu verður sjónum beint að samfélögum á hættusvæðum, öryggi á vegum, uppbyggingu á ofanflóðavörnum í landinu og þeim áhrifum sem sú uppbygging hefur á þróun byggða. Einnig verður fjallað um endurskoðun á mögulegri hættu undir varnargörðum og þann lærdóm sem dreginn hefur verið af snjóflóðunum sem féllu á varnargarða á Flateyri í janúar 2020, þar sem hluti flóðanna barst yfir garðana, og í Neskaupstað í mars 2023 þar sem snjóflóð lentu á varnargörðum og keilum.

Skipuleggjendur málþingsins eru Ofanflóðasjóður, Veðurstofa Íslands, Vegagerðin, Almannavarnir, Samband íslenskra sveitarfélaga, Byggðastofnun, Verkfræðingafélag Íslands og Snjóflóðasamtök Íslands.

Fylgstu með streymi á vef ráðstefnunnar.