Stjórnsýsla

Stefna um op­in­bera þjón­ustu: stöðu­mat og val­kost­ir

4. nóvember 2025

Skjal um stöðumat og valkostir fyrir stefnu um opinbera þjónustu hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er gerð grein fyrir núverandi stöðu, lykilviðfangsefnum og mögulegum leiðum til umbóta í þjónustu ríkis og sveitarfélaga.

Markmiðið er að tryggja hagkvæma, skilvirka og notendamiðaða opinbera þjónustu sem er öllum aðgengileg. Í stöðumati er fjallað um þróun útgjalda, gæði þjónustu, áskoranir og tækifæri, auk samanburðar við önnur ríki. Þá eru sett fram drög að framtíðarsýn og valkostir til umræðu.

Stöðumatið byggist meðal annars á samráði við almenning fyrr á árinu undir yfirskriftinni „Verum hagsýn í rekstri ríkisins“. Það er unnið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og er liður í þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að bæta opinbera þjónustu.

Samráð stendur í tvær vikur og er öllum velkomið að senda inn ábendingar og sjónarmið. Niðurstöður verða nýttar við mótun endanlegrar stefnu um opinbera þjónustu og áætlunar um hvernig henni verður hrint í framkvæmd.

Hlekkur á málið í samráðsgátt.