Sambandið
Ráðhúsið – nýtt hlaðvarp Sambandsins komið í loftið
21. maí 2025
Ráðhúsið, nýtt hlaðvarp Sambandsins er komið í loftið. Hlaðvarpið fjallar um sveitarstjórnarmál í víðum skilningi og verða efnistökin fjölbreytt, allt frá breytingum á Jöfnunarsjóði yfir stafræn mál.

Nýr þáttur kemur út á tveggja vikna fresti og er hægt að hlusta á þættina á helstu hlaðvarpsveitum eins og Spotify og Apple Podcasts.
Tveir þættir eru nú þegar aðgengilegir, báðir í umsjón Bryndísar Gunnlaugsdóttir, lögfræðings á þjónustusviði. Í fyrsta þætti fær Bryndís til sín Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambandsins, sem fer yfir starfsemi Sambandsins og helstu verkefni.
Í þætti tvö fær Bryndís síðan til sín Árna Sverri Hafsteinsson, sérfræðing hjá innviðaráðuneytinu í málefnum Jöfnunarsjóðs, en fyrir Alþingi er til umfjöllunar frumvarp um breytingar á jöfnunarsjóði. Fara þau Bryndís og Árni Sverrir yfir það hvað þessar breytingar þýða fyrir sveitarfélögin.
Ef þú skráir þig fyrir áskrift að hlaðvarpinu í þeirri hlaðvarpsveitu sem þú notar hlaðast nýir þættir sjálfkrafa inn á tækið þitt og áskriftin er að sjálfsögðu ókeypis.