Óskað er eftir tilnefningum til Orðsporsins 2026
26. janúar 2026
Verðlaunin eru veitt árlega á Degi leikskólans, 6. febrúar, fyrir framúrskarandi skólastarf eða umbætur og þróun í menntamálum eða í kennsluháttum á leikskólastiginu.

Hægt er að senda inn tilnefningu til Orðsporsins 2026 í gegnum þennan tengil hér. Frestur til að senda inn tilnefningu er til 2. febrúar 2026.
Að Orðsporinu standa Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, mennta- og barnamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli.