Fjármálaráðstefna

Opið fyr­ir skrán­ingu á fjár­mála­ráð­stefnu 2025

4. september 2025

Opnað hefur verið fyrir skráningu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica 2. og 3. október 2025.

Flateyri
Flateyri

Þátttökugjald á ráðstefnuna í ár er 30.900 krónur.

Í tilefni af 80 ára afmæli Sambandsins efnum við til veglegs hátíðarkvöldverðar fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum og starfsfólk sveitarfélaga á Hilton að kvöldi fimmtudagsins 2. október. Þátttökugjald í hátíðarkvöldverðinn er 10.000 krónur.

Verið er að leggja lokahönd á dagskrá ráðstefnunnar og verður hún birt á vef okkar um leið og hún liggur fyrir.

Skráning á fjármálaráðstefnu fer fram hér.