Sambandið
Morgunfundur um íþróttir 19. maí - opið fyrir skráningu
7. maí 2025
Samband íslenskra sveitarfélaga og ÍSÍ standa fyrir morgunfundi um íþróttir á Grand hótel þann 19. maí næstkomandi.

Léttur morgunverður í boði frá kl. 8:30 og dagskrá hefst kl. 8:50. Frítt er á fundinn og öll velkomin en skráning er nauðsynleg.
Á fundinum verður ný greining Sambandsins á stuðningi sveitarfélaga við íþróttastarf í landinu kynnt auk þess sem Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, mun segja frá samvinnu ÍSÍ og sveitarfélaga um allt land. Þá verða pallborðsumræður með fulltrúum íþróttahreyfingarinnar, sveitarfélaga og stjórnvalda. Áætlað er að fundinum ljúki kl. 10:30.
Dagskrá morgunfundar Sambandsins og ÍSÍ um íþróttir
8:30: Húsið opnar. Morgunmatur.
8:50: Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands opnar fundinn.
9:00: Ávarp. Forseti/framkvæmdastjóri ÍSÍ.
9:10: Óskar Þór Ármansson, teymisstjóri íþrótta hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu.
9:20: Saga Guðmundsdóttir, aðalhagfræðingur Sambandsins. Greining um stuðning sveitarfélaga við íþróttastarf.
9:40: Vésteinn Hafsteinsson, ráðgjafi í Afreksmiðstöð Íslands.
10:00: Pallborðsumræður.
10:30: Fundarlok.